Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 31

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 31
Jónas Magnússon Uppsölum, Eiðaþinghá Búnaðarfélag Eiðaþinghár 100 ára Laugardaginn 13. aprílsl. efndu félagar í Búnaðarfélagi Eiðaþinghár til kvöldfagnaðar í tilefni af því að öld er liðin síðan félagið var stofnað. Sljórn Búnaðarfélags Eiðahrepps. Frá vinstri: Sigfús Porsteinsson, Fossgerði; Jónas Magnússon, Uppsölum og Guðlaugur Þórhallsson, Ormsstöðum. (Ljósm. Kári Jónasson). Boðið var brottfluttum félags- mönnum og mökum þeirra. Sáu félagar í búnaðarfélaginu um öll skemmtiatriði sjálfir, fluttu gam- anmál, lásu upp og nokkrir þeirra sungu saman fáein lög. Flutt var ágrip af sögu félagsins sem Ragnar Magnússon á Brennistöðum hafði tekið saman. Fundargerðabækur félagsins eru allar til og eru nú varðveittar á Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum. Búnaðarfélag Eiðaþinghár var stofnað fyrsta sumardag árið 1884 á Eiðum og var því 100 ára á sl. ári. Helstu forgöngumenn að stofnun þess voru Guttormur Vig- fússon þáverandi skólastjóri Bún- aðarskólans á Eiðum, sem þá hafði starfað í eitt ár, og Jón Þorsteinsson bóndi í Gilsárteigi. Stofnfélagar voru 18 að tölu og var Guttormur Vigfússon kjörinn formaður. í stefnuskrá þess segir svo: „Það er tilgangur félags vors að efla og endurbæta búnaðar- háttu manna og með samtökum að styðja að öllu því er til framfara má verða í verklegum efnum, svo sem grasrækt á túni og engjum með vatnsveitingum, framskurði á mýrum, betri meðferð á áburði, þúfnasléttun og túngarðahleðslu, garðrækt, haganlegri húsaskipan og varanlegri byggingu á þeim húsum sem félagið leggur vinnu til. Einnig skal félagið eftir megni stuðla að því er orðið gelur til umbóta í kvikfjárrækt yfirhöfuð." Óhætt er að segja að búnaðarfé- lagið hefur alla tíð verið til mikilla hagsbóta fyrir bændur í Eiðaþing- há. Það hefur sýnt sig að miklu er unnt að áorka ef samtakamáttur og félagsandi fær notið sín. Oft hafa félagsmenn lagt fram dagsverk þegar mikið hefur legið við til aðstoðar hver öðrum í stór- framkvæmdum og við að bjarga verðmætum. Einkunnarorð félagsins hafa ætíð verið: „Einn fyrir alla, allir fyrir einn.“ Stjórn félagsins skipa nú: Jónas Magnússon Uppsölum formaður; Sigfús Þorsteinsson Fossgerði ritari; Guðlaugur Þórhallsson Orms- stöðum gjaldkeri. Freyr 519

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.