Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 12
500 Freyr Grélar Einarsson sérfrœdingur skýrir húsvistartilraunir fyrir gestum. Magnús B. Jónsson kennari i búfjárfræði og Jón Halldórsson fjósameislari glugga í kúaskýrslurnar. Ólafur Guðmundsson deildarstjóri segir frá búvélaprófunum. Ólafur lést fyrir aldur þann 26. maí sl. til þess að kunna að búa vel eða réttindanna vegna heldur líka kjarabráttunnar vegna. í vetur stunduðu nám 118 nemendur í bændadeild skólans, 27 stúlkur og 91 piltur. Magnús B. Jósson sagði frá námi og starfi í Búvísindadeild í fjarveru Ríkarðs Brynjólfssonar deildarstjóra. Búvísindadeildin hét áður Framhaldsdeildin, en hún var stofnuð árið 1947 sem vísir að landbúnaðarháskóla með tveggja vetra námi. Frumkvæði að stofnun deildarinnar átti Guð- mundur Jónsson þáverandi skóla- stjóri. Framhaldsdeildinni, nú Bú- vísindadeild, var og er ætlað að mennta leiðbeinendur í landbún- aði. Þessi menntastofnun hefur gegnt merkilegu hlutverki í sögu íslensks landbúnaðar. Bændaskól- inn og Búvísindadeildin starfa nú samkvæmt lögum frá 1978. Búvís- indanám er nú metið sem fjögurra ára háskólanám. í vetur voru tíu nemendur í Búvísindadeild þar af átta á fyrsta ári. Magnús Óskarsson kennari greindi frá tilraunastarfseminni við skólann. Þar hafa farið fram umfangsmiklar tilraunir í jarð- rækt, þar sem rannsökuð er jarð- vinnsla, notkun áburðar, stofnar, sláttutími, grænmetisræktun og fleira. Umsjón með jarðræktartil- raunum hefur Ríkharður Brynj- ólfsson. Einnig eru gerðar tilraun- ir í búfjárækt, t. d. með frjósemi sauðfjár, beit á ræktað land og fóðurtilraunir í sambandi við rannsóknir á sláttutíma og ræktun. Jón Viðar Jónmundsson hefur stjórnað búfjárræktartilraununum undanfarin ár, en nú er Magnús B. Jónsson að taka við þeim. Þá hafa verið gerðar á Hvann- eyri tilraunir með heyverkun undir stjórn Bjarna Guðmunds- sonar og Péturs Þórs Jónassonar. Loks stunda nemendur nokkuð rannsóknir í sambandi við náms- ritgerðir sínar. Alls eru nú unnin sjö ársverk við rannsóknir og sl. ár var unnið að búrannsókna- verkefnum. Að lokum talaði Sveinn Hall- grímsson skólastjóri og ræddi um hlutverk Bændaskólans á Hvann- Margir nemenda koma með hesta sína og hafa þá á Hvanneyri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.