Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 23
Grávörusalar leggja áherslu á að flíkur úr loðskinnum henti báðum kynjum. (Ljósm. frá Saga Fox). marki. Læðan er komin í víta- hring. Og það er ljóst að ef aðrir þættir sem auka vatnsþörfina bætast við versnar ástandið enn rneira. Þess má geta að frá náttúrunnar hendi er minkalæðan „heimakær (rede—fast), þ. e. a. s. hún liggur hjá hvolpunum þar til makinn leysir hana af smástund. „Frímín- úturnar" notar hún til að éta og drekka. Minkalæða í búri á ekki kost á slíkri afleysingu og því getur góða, heimakæra læðan endað sem slæm móðir af því að hún einfaldlega étur og drekkur of lítið vegna hræðslu við að yfirgefa af- kvæmi sín eitt andartak. Meðferð á læðum sem þjást af vökvaskorti. Reyna má að hjálpa læðum með truflað vökvajafnvægi með því að sprauta þær undir húð með 3 x 10 ml. af sótthreinsaðri, ísótónískri saltvatnslausn, með 5—10% glúk- ósa, daglega í 1—3 daga. Um leið á að setja ílát með vatni, hugsan- lega blönduðu glúkósa, í nánd við læðuna og hvolpana hennar. Að hve miklu leyti á að ráð- leggja almennt fyrirbyggjandi ráð- stafanir, svo sem að tryggja að læðan sé í góðum holdum við upphaf mjólkurskeiðsins eða notkun próteinsnauðs og fituríks fóðurs síðast á mjólkurskeiðinu, verða frekari rannsóknir að skera úr um. Áformaðar rannsóknir. Á tilraunabúinu Trollesminde voru nú í vor hafnar tilraunir í þeim tilgangi — að finna út vökvaþörf mjólk- andi læðna og — að rannsaka tengsl salt-, pró- tein- og fituinnihalds fóðursins við „skrælnun". Tilraunirnar eru framkvæmdar í samvinnu við Dr. Folmer Elling (Ríkissjúkrahúsinu), Per Hen- rikssen (Danska loðdýraræktar- sambandinu) og höfund þessarar greinar. (Þýðing: Álflieiður Ólafsdóttir) Ný loðdýraleyfi. Nýlega fengu 47 bændur leyfi frá yfirvöldunr til þess að stofna refa- og minkabú. Hafa þá verið gefin út 104 loðdýraleyfi á þessu ári; 90 ný leyfi, 6 endurnýjuð og 8 leyfi til stækkunar. Þessir 104 aðilar fengu leyfi fyrir 4 325—4 775 refum og 6 720—8 520 minkum. Útgefin leyfi á árinu skiptast þannig eftir sýslum: Gullbringu- og Kjósarsýsla 1 nýtt leyfi og 1 endurútgefið sam- tals fyrir 50 refum og 400 minkum. Borgarfjarðarsýsla 1 nýtt leyfi og annað endurnýjað, samtals fyrir 90 refum. Mýrasýsla 2 ný leyfi, fyrir alls 190—240 refum og 0—200 mink- um; Snæfellsnes- og Hnappadals- sýsla 2 ný leyfi fyrir alls 30 refum og 85 minkum. Barðarstrandarsýslur 3 ný leyfi, alls fyrir 250 refum. ísafjarðarsýslur 2 ný leyfi, fyrir alls 250 refunr og 600 minkum. Húnavatnssýslur 4 ný leyfi, 1 leyfi til stækkunar, samtals fyrir 200 refum og 525 minkunr. Skagafjarðarsýsla 11 ný leyfi og 3 leyfi til stækkunar, samtals 450— 550 refir og 1110—1510 minkar. Eyjafjarðarsýsla 9 ný leyfi og 1 stækkun, 440—490 refir og 700— 900 minkar. Suður-Þingeyjarsýsla 7 ný leyfi og 3 endurnýjuð, 320—370 refir og 1000—1200 nrinkar. Norður-Þingeyjarsýsla 6 ný leyfi fyrir 250—350 refum og 0—400 minkum. Norður-Múlasýsla 10 ný leyfi og 3 stækkanir, 415—465 refir og 350—550 minkar. Suður-Múlasýsla 3 ný leyfi fyrir samtals 150 refum. Austur-Skaftafellsýsla 8 ný leyfi fyrir 190—240 refum og 1000— 1200 minkum. Rangárvallasýsla 10 ný leyfi, 460 refir og 200 rninkar og loks Árnes- sýsla 10 ný leyfi og 4 leyfi til stækkunar búa samtals fyrir 590 refum og 750 minkum. Fkeyr 511

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.