Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 34
Ritfregnir „Ræktun kartaflna“, fræöslurit B.í. RÆKTUN KARTAFLNA Búnadarfélag íslands Frædslurit nr. 6 1985 Út er komið á vegum Búnaðarfé- lags íslands fræðslurit nr. 6 1985 sem ber heitið Ræktun kartaflna. Höfundar þess eru fimm: þeir Jón Ólafur Guðmundsson, Bútækni- deild Rala; Magnús Sigsteinsson, Búnaðarfélagi Islands; Ólafur G. Vagnsson, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar; Óli Valur Hansson, Búnaðarfélagi íslands og Sigur- geir Ólafsson, Rala. Ritið fjallar á afar aðgengilegan hátt um allar hliðar kartöflurækt- unar, svo sem kartöfluafbrigði, val garðstæðis, útsæði, forspírun, áburð, niðursetningu, illgresis- eyðingu, notkun plasts, upptöku, geymslu og sjúkdóma og meindýr. Er síðastnefndi kaflinn lengstur og ítarlegastur. I formála segir: „Leiðbeiningar á prenti er lúta ræktun kartaflna almennt hafa ekki verið fáanlegar hin síðari ár. Hins vegar hafa iðulega birst greinar á ýmsum vettvangi um afmörkuð viðfangsefni s. s. í Frey og Handók bænda svo að nefnd séu dæmi. Af þessum sökum var talið tímabært að gefa út það fræðslurit sem hér birtist en það er ávöxtur nokkurra aðila sem starf- að hafa saman um árabil að fram- gangi kartöfluræktar. Við samn- ingu ritsins var reynt að hafa heimilisræktun að leiðarljósi en ritið ætti þó að nýtast bæði leikum og lærðum.“ Óhætt er að segja að vel hefur tekist til um þessa útgáfu. Prentun er með ágætum og er ritið prýtt litmyndum. Ritið er 56 síður og kostar kr. 175 og fæst hjá Búnað- arfélagi íslands, Pósthólf 7080, 127 Reykjavík, sími 91—19200. 522 Freyr Heildsala og smásala Osta- og smjörsalan Bitruhálsi 2, sími 82511 GÓÐAN DAG Það er ekkert slen í kálfunum, sem fá kálfafóðrið frá okkur. Ef þú villt tryggja góða fóðrun ungkálfa, þá gefur þú þeim kálfafóður og kraftfóður frá 4ra daga aldri og fram til 12 vikna aldurs. Kálfafóðrið er undanrennu- mjöl, blandað tólg. Eitt kg af kálfafóðri á að hræra út í 8 lítrum af vatni. Hæfilegt er að gefa kálfum 2,0 til 4,5 lítra af blöndunni á dag. Það fer eftir aldri og öðru fóðri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.