Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 32

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 32
Bréf til blaðsins Veiðar á friðuðum fuglum. Hr. ritstjóri. Mig langar til aö fá svör við fáeinum spurningum varðandi fulgaveiðar og fuglafriðun, á síð- um blaðsins. 1. Hvaða viðurlög eru við því að skjóta fugla á þeim tíma sem þeir eru friðaðir, t. d. gæsir? 2. Eru landeigendur ekki í full- um rétti að banna allt fugladráp í sinni landareign, t. d. rjúpnaveiði á haustin? 3. Hvert ber hinum almenna borgara að snúa sér ef hann verð- ur var við að þessi lög eru þver- brotin? Tilefni þessara spurninga er það, að ég hef um það bæði grun og rökstuddar fullyrðingar að gæs- ir séu skotnar á vorin eftir þann Svar Ritstjóri Freys hefur beint til mín bréfi frá Fuglavini, og mun ég reyna að gefa svör við því sem spurt er um: Um fuglaveiðar og fuglafriðun eru í gildi lög frá 1976 (nr. 33/ 1966) og eftir þeim skal farið í málum er snerta fugla. Mennta- málaráðuneytið fer með yfirum- sjón þessara mála, en því til að- stoðar er Fuglafriðunarnefnd. í 8. grein laganna er kveðið á um, hvaða fuglar séu ófriðaðir og á hvaða tíma. Rétt þykir að birta þessa grein í heild: „1. Á íslandi skulu allar villtar fuglategundir, að undanskildum þeim tegundum, er taldar eru í 2. málsgr., vera friðaðar allt árið. 2. Á eftirtöldum árstíma skal heimilt að veiða þær tegundir, sem hér eru taldar: a. Allt árið: kjói, svartbakur, sfla- máfur, silfurmáfur, hrafn. b. Frá 20. ágúst til 15. mars: dfla- skarfur, toppskarfur, grágæs, heiðagæs, blesgæs, helsingi. tíma sem þær eru friðaðar (15. mars). Bændur hafa oft borið sig illa undan því að gæsir og jafnvel álftir eyðileggi ræktað land hjá þeim. í framhaldi af því hafa ýmsir skotglaðir menn farið um jarðir og skotið þessa fugla og látið í það skína að þeir séu að vinna eitthvert góðverk fyrir bændur. Enda ekki að ástæðulausu að margir bændur eru uggandi um búfé sitt bæði vor og haust. Ekki eru bændur sjálfir barn- anna bestir í þessum efnum. Og tel ég það síst til fyrirmyndar, þar sem það er vitað að framámenn sveitanna, t. d. oddvitar og hrepp- stjórar, gera sig seka um brot á lögum um fuglafriðun. Benda mætti þessum skotglöðu mönnum c. Frá 1. september til 31. mars: lómur, fýll, súla, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, graf- cnd, duggönd, skúfönd, há- vella, toppönd, skúmur, hvít- máfur, hettumáfur, rita. d. Frá 1. september til 19. maí: álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi. e. Frá 15. október til 22. desem- ber: rjúpa. 3. Friðun sú, sem fólgin er í ákvæðum 1. og 2. málsgr., tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla, sem njóta algerrar eða tíma- bundinnar friðunar, nema öðru- vísi sé ákveðið í lögum þessum." Fyrsta málsgrein kveður skýrt á um, að allar fuglategundir séu friðaðar á Islandi (nema þær sem taldar eru upp sérstaklega). Þótt lagaákvæði þetta eigi að vera nokkuð ljóst, er vert að geta eins misskilnings sem stungið hefur upp kollinum. Ákvæðið á einnig við um þá fugla sem flækjast hing- að til lands en eiga ekki heima hér að öllu jöfnu, þ. e. svonefnda 520 Freyr á grein í nýútkominni Handbók bænda sem ber heitið „Nokkur orð um Skotveiðifélag íslands og almennar siða- og öryggisreglur skotveiðimanna“. Um rjúpna- veiðina er það að segja að ég hef fyrir því dæmi að veiðimenn úr næsta þéttbýli vaða yfir lönd bænda, skjótandi í allar áttir án þess að spyrja um leyfi jafnvel þótt landið sé girt. Ég tel að það sé eintóm græðgi sem ræður því að menn æða skjótandi friðaða jafnt sem ófrið- aða fulga, því að nú til dags er ekki um skort á matvælum að ræða. Um þetta mætti hafa lengra mál, en ég læt þetta nægja. Fuglavinur. flækingsfugla, ekki aðeins íslenska varpfugla. Þá er vert að ítreka það, að hreiður og egg eru einnig friðuð. En snúum okkur að spurning- um Fuglavinar: 1. í lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun er sérstakur kafli um viðurlög við brotum, sem nú er búið að nema úr gildi. Samkvæmt honum var sekt eina refsingin, sem unnt var að beita, auk upp- töku veiðifangs og veiðitækja. Hámarksrefsing var aðeins 250 Ícr. og að sjálfsögðu löngu orðin úrelt. Refsiákvæðunum var því breytt árið 1982 (lög nr. 75/1982) og viðurlög verulega hert. Brot á lögunum eru rekin sem opinber mál, og má beita sektum, varð- haldi eða fangelsi, auk upptöku veiðifangs og veiðitækja. Dórriari ákveður refsingu, en sektir geta numið allt að 1 milljón króna. Frekar fáir dómar munu hafa verið kveðnir upp með hliðsjón til þessara nýju refsiákvæða. Þó má nefna hér einn dóm:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.