Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 36

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 36
HVE-nær HVE -NÆR BLAÐ BÚFRÆÐINEMA HVAfiNKVRI '85 Fyrir nokkru kom út blaðið HVE- nær, útgefandi er Ferðasjóður bændadeildar Hvanneyri. I að- faraorðum sem Bjarni Stefánsson, ritstjóri blaðsins, skrifar segir hann ástæður fyrir útgáfu blaðsins vera tvær, þ. e. annars vegar fjár- öflun fyrir utanlandsferð búfræð- inga á þessu sumri og hins vegar að vekja athygli á Bændaskólan- um á Hvanneyri. Blaðið er 48 síður og að sjálf- sögðu birtir það margar auglýsing- ar. Auk þess er að finna í ritinu greinarnar: „Félagslíf á Hvanneyri", eftir Sigurð J. Bergsson frá Felli í Dýrafirði, formann nemendaráðs skólans. „Gróðurhlífar úr trefja- dúk , eftir Magnús Óskarsson kennara. „Fáein atriði um fóðurá- ætlanir og fóðurlista í refafóðrun“, eftir Magnús B. Jónsson, kenn- ara. „Bændaskólinn á Hvanneyri, bændadeild“ en það er kynning á búfræðinámi á Hvanneyri eftir Runólf Sigursveinsson yfirkenn- ara. „Á framleiðsla sauðaosta framtíð fyrir sér?“ eftir Svein Hallgrímsson, skólastjóra. „Nokkur atriði varðandi endur- nýjun kúastofnsins“ eftir Magnús B. Jónsson, kennara. Að lokum er greinin „Fáein orð um æðar- rækt“, eftir Árna Snæbjörnsson kennara. Mörg nemendafélög hafa gefið út blöð til að safna fé og hefur misjafnlega verið til slíkra blaða vandað. Óhætt er að segja að óvenju vel hefur verið vandað til þessa blaðs um efni og allan frá- gang. Blaðið hefur verið sent á öll sveitaheimili og til fyrirtækja og stofnana í landbúnaði. Full ástæða er til að óska Hvanneyringum til hamingju með þetta framtak, en vinna við útgáfu blaðs sem þessa er engu síður lærdómsríkt en margt af því sem er á námskrá skólans. tfVOLfy G-vam er mjólkurvara sem gevnia ma 12 manuði Það kemur sér víða vel. 524 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.