Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1985, Side 15

Freyr - 01.07.1985, Side 15
Gísli Kristjánsson. Álfabruni á sauðfé og geitfé Alveild kalla Norðmenn kvilla nokkurn, sem ríkt hefur á vestur- ] strönd landsins langa tíð og færist nú lengra og lengra inn á landið hin síðari ár. Gildir þetta einkum um Þrændalög og veldur sjúkdóm- urinn þar stórfelldum vanhöldum á lömbum á beit um sumartímann. Kvilla þessum veldur eiturjurt sem vex í kalksnauðu mýrlendi og er sérlega eftirsótt af lömbum, líklega vegna þess að í þeirra munni er hún eins og sætindi hjá mannanna börnum. Rome (Nort- hecium ossifragum, er latneska heiti hennar) og einnig nefnd vallsaks þar í landi, en hefur hlotið nafnið mýra—eiturlilja á íslensku þótt óþekkt sé hér á landi. Plantan er liljuættar og hefur að geyma eiturefni sem heitir saponin, en nýlega er staðfest að einmitt það veldur veikindum í spendýrum er eta jurtina, þannig að truflanir verða í starfsemi lifrarinnar með þeim afleiðingum að húðkvillar koma í ljós, einkum í kringum augu, á eyrum og snoppu. Hárið (ullin) losnar, og í sólskini þornar húðin og skorpnar og flagnar. Þessu fylgir mikill hiti svo að lömbunum líður mjög illa. Þau leita sér þá kælingar í skugga og álpast stundum í dý, læki eða ár og týna þar lífi. Meiri brögð hafa verið að þessu á síðari árum, vafa- laust vegna aukinnar útbreiðslu umræddrar jurtar. Talið er að full- orðið fé sneiði hjá jurtinni, senni- lega vegna fyrri kynna af henni. Öðru máli gegnir um lömbin, sem kynnast henni í fyrsta sinn. Þau eta hana hiklaust með þeim af- leiðingum sem þegar er getið. Fyrstu einkennin eru jafnan að augnahvarmar þrútna, síðar verða lömbin blind, eyrun þrútna og þyngjast, skorpur myndast á þeim, þau hanga, og svo myndast skorpur víðar um höfuð og þrútin höfuð geta þyngst svo að háls- vöðvar beri þau varla eða ekki. Vanþrif og veiklun leiða svo til þess að lömbin verði rándýrum auðveld bráð, jafnvel ránfugl (örn) hremmir þau léttilega. Ef lömbin nást á fyrsta stigi kvillans er unnt að ráða bót á sjúkdómnum með því að koma þeim í hús eða innivist af ein- hverju tagi þar sem sól nær ekki að skína á þau. Þetta þarf að gerast áður en höfuð lambanna eru orðin of þrútin og þung. Kvill- inn herjar líka á geitfé. Uppi eru umræður og tillögur um að nauðsyn beri til þess að bændur geti tryggt sig gegn vá af þessu tagi, því að dæmi eru þess að allt að 30% lamba á sumarbeit á vissu landssvæði, farist af þess- um sökum og hefur það valdið sumum fjáreigendum svo stór- felldu tjóni, að fjárbúskapur þeirra hefur orðið með öllu arð- laus og jafnvel verra en það. Umrætt fyrirbæri er þess eðlis að vert er að minna á og brýna fyrir ferðafólki okkar og annarra, er hingað koma til lands, að varast að flytja hingað fræ eða plöntur umræddrar jurtar, hún gæti orðið okkur ófyrirsjáanleg vá ef hingað flyttist. Nefna má sem dæmi að Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu sat lengi eftir þetta á Búnaðarþingi en hann var einn þeirra er féllst á eftir- gjöfina. Það er álit mitt að þessi sam- þykkt Búnaðarþings hafi að ýmsu leyti orðið bændum til hagsbóta á næstu árum. Hún aflaði þeim vissrar virðingar hjá Alþingis- mönnum og ríkisstjórn og hafði þar með heppileg áhrif á nýja löggjöf, t. d. hin fyrstu fram- leiðsluráðslög. Samþykktin sýndi nefnilega að bændur voru allra manna ólíklegastir til að láta stétt- arhag ganga fyrir þjóðarhag. Frá mínum bæjardyrum séð er jafn auðvelt að skilja þá sem sam- þykktu eftirgjöfina og hina sem risu upp til að mótmæla henni. Og það sýnir þroska bænda að á næsta ári sameinuðust þeir um fyrir- komulag Stéttarsambandsins. Vitanlega var ég ekki á Selfoss- fundinum um innvigtunargjaldið árið 1966. En ég var á fundinum í Reykjavík. Þar fannst mér að Stefán Valgeirsson á Auðbrekku væri mestur foringi, enda mun þar hafa risið sá öldufaldur sem lyfti honum til þingmennsku og ann- arra mikilvægra starfa, sem hann býr enn að. Ekki fellst ég á það með Páli Lýðssyni að þær sunnlensku fé- lagshræringar sem hann segir frá hafi verið byltingar. Þær veltu ekki neinu en báru með sér grósku og nýmyndun. Þær byggðu á mætti orðsins, félagsanda og lýð- ræðislegum vinnubrögðum. Nær sanni væri að kalla þær uppreisnir, því að ekki mótast allar uppreisnir af ofbeldi og vopnavaldi. Stund- um rísa menn upp til mótmæla með orðum einum, kröfugöngum og fundarhöldum. Það er í anda lýðræðisins og lýðræðisþroskinn étur ekki börnin sín. Hann kemur þeim til manns. Freyr 503

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.