Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 6
Frá Stofnlánadeild landbúnaðarins
Stofnlánadeild landbúnaöarins hefur ákveöiö breytingar á lánakjörum á
lánum bænda hjá Stofnlánadeild sem hér segir:
1. Lánstími á verðtryggöum og gengistryggöum lánum, sem
Stofnlánadeild yfirtók frá Veödeild Búnaðarbankans, veröi lengdur um
15 ár, þ. e. úr 10 og 12 ára lánstíma í 25 ár. Vextir af þessum lánum
veröi jafnframt lækkaðir í 2% eins og er á almennum lánum bænda.
2. Lánstími fullverðtryggðra bygginga- og jarðakaupalána og skuld-
breytingalána veröi lengdur um 5 ár. Lánstíma hjá þeim bændum, sem
eru í mjög erfiðri greiöslustööu má lengja um allt aö 10 ár, enda liggi fyrir
meðmæli frá fjárhagskönnunarnefnd Landbúnaöarráöuneytisins og
Búnaðarfélags íslands.
3. Afborganir af lánum vegna loödýraræktar veröi frestaö vegna erfiðrar
stööu búgreinarinnar.
4. Gert er ráð fyrir því aö bændur sæki um lengingu á lánstíma fyrir 15.
ágúst nk. óski þeir eftir henni.
5. Þá hefur veriö tekin ákvöröun um að framvegis verði bygginga- og
jaröakaupalán afborgunarlaus fyrstu 2 árin.
Framangreindar ráöstafanir eru gerðar til aö létta greiöslubyröi vegna
erfiðrar fjárhagsstööu margra bænda.
Athygli bænda er vakin á því að sækja þarf skriflega um
lengingu á lánstíma fyrir 15. ágúst nk.
Stofnlánadeild landbúnaðarins
Laugavegi 120
Reykjavík
Sími 91—25444