Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 30

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 30
undanfarin haust, og veitt hefur verið fé til bæði frá ríkissjóði og bændum. Afleiðingin er sú að fólk er alltaf að borða gamalt kjöt, og það er ekki góð auglýsing, því að allir vita að kjötið batnar ekki í geymslu. Væri ekki betra að veita þessum peningum til að lækka kjötið til lengri tíma, þótt það yrði minni lækkun á hvert kg en þegar um útsölur er að ræða? Framleiðslustjómun. Mig langar aðeins að minnast á þá framleiðslustjórnun, sem hefur og er enn verið að koma á í hinum hefðbundnu búgreinum. í fyrsta lagi tel ég að henni hafi verið komið á of seint og í öðru lagi var ekki staðið við það sem sagt var. Fyrir nokkru var það kvóti. Nú er það bannorð, nú er það fullvirðis- réttur sem gildir. Þegar kvQtinn var settur á, held ég að bændur hafi verið tiltölulega sáttir við hann. Mjög margir héldu sig neðan við sinn kvóta í fram- leiðslu og töldu sig vera að gera þjóðhagslega rétt. Aðrir héldu áfram að framleiða eins og þeim sjálfum sýndist og fengu sína um- framframleiðslu borgaða þvert ofan í það, sem búið var að segja. Og hvað gerist svo, þegar fullvirðisréttinum er skellt á? Þá er þeim refsað, sem höfðu af Besta gróðurvemdin er .. þegnskap og sjálfsdáðum dregið úr framleiðslu sinni í samræmi við þann kvóta, sem þeir höfðu fengið úthlutað, (þeir höfðu jú ekkert annað að miða við). Þá er fullvirðisréttur þeirra skertur, ekki minna enn hinna, sem ekkert höfðu dregið úr framleiðslu sinni. Nú standa margir bændur frammi fyrir því að vera búnir með fram- leiðslurétt sinn löngu áður enn verðlagsárinu líkur. Það hlýtur að vera erfið staða að þurfa að reka bú án tekna í 2—3 mánuði eins og margur virðist þurfa að gera á þessu sumri. Ég geri mér ljóst, að það er hægara um að tala enn í að komast að ráða fram úr þessum offram- leiðsluvanda, en að mínu mati er ekki hægt að ætlast til að bænda- stéttin leysi þau öll ein, eða standi ein undir byggðastefnunni. Það vill stundum gleymast, að það eru fleiri en bændur og fjölskyldur þeirra, sem lifa af landbúnaði beint og óbeint. Um fjárhagsvanda bænda, frumbýlinga og annarra, sem hafa steypt sér í skuldir, vegna upp- byggingar á jörðum sínum eða af öðrum ástæðum langar mig að segja þetta. Ef á að láta þá bænd- ur, sem nú eru komnir á miðjan aldur, og búnir eru með mikilli vinnu að byggja upp á jörðum sínum og reka þar þróttmkinn bú- skap, og gætu hugsanlega séð fram á betri tíð fjárhagslega, ef á að láta þá bændur eina um að bjarga þessum illa stæðu bændum, með því að taka svo og svo mikið af framleiðslurétti þeirra og láta þá sem skuldugastir eru fá hann til viðbótar, þá mætti kannski eins hugsa sér, að leysa vanda hinna verst settu húsbyggjenda og ann- arra í öðrum stéttum þjóðfélagsins á sama hátt, taka kúfinn ofan af kaupi þeirra, sem eru búnir að koma sér fyrir og koma upp börn- um sínum, og láta þá hafa sem illa eru settir. Ég hugsa að þá heyrðist einhvers staðar hljóð úr horni. Bændur góðir! Við verðum að vera sjálfum okkur nóg á sem flestum sviðum, ef við ætlum að lifa áfram sem sjálfstæð þjóð í þessu fallega og góða landi okkar. Hvar í heiminum er hægt að bjóða upp á vöru sem er framleidd við betri skilyrði en hér á íslandi, hreint loft, tært vatn og ómengað- an jarðargróður. Þetta er ómetan- legt, nú á tímum kjarnorkuslysa og annarrar mengunar. Þetta finnst mér m.a. ætti að nota í auglýsingum fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir á erlendum mörkuðum. Landið okkar býður upp á ýmsa möguleika, ef við aðeins berum gæfu til að nýta þá. Frh. afbls. 559. erindi. Hann sagði efnislega: Bandarískir bændur eru nú margir í slíkri úlfakreppu að þeir hafa varla efni á því að lifa. Þeir eiga erfitt með að halda búrekstrinum gangandi og þeim fækkar ört, t. d. um 7% á sl. ári. Bandarískir bændur búa við harða samkepp- ni, fá lágt verð fyrir afurðir sínar og litla opinbera fyrirgreiðslu. Bændurnir beinlínis ala önn fyrir neytendum með því að afhenda þeim vörur á gjafverði. Nú þarf að snúa þessu við. Neytendur eiga að greiða framleiðendum búvara mannsæmandi verð fyrir þær. Bænd- um ber ekki skylda til að halda neytendum uppi og búa sjálfir ásamt fjölskyldum sínum við sult og seyru. Þetta var óvænt rödd úr samfélagi hinnar hörðu samkeppni þar sem fjármagnið er húsbóndinn. Miklu skiptir nú hvaða stefnu stjórnvöld taka í búnaðar- og byggðamálum. Vinna þarf nú þegar úr könnun þeirri á aðstöðu jarða til búskapar sem hafin var fyrir nokkrum árum svo að unnt verði að byggja frekari aðgerðir á skynsam- legu viti. Látum okkur víti annarra til varnað- ar verða. í fleiri en einum skilningi er góður búskapur besta landverndun á íslandi. En þá verður hann að vera lífvænlegur. J J D 582 Fheyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.