Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 10

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 10
Ný félagsmiðstöð öræfinga er í landi Hofs og heitir Hofgarður, þar er félagsheimili sveitarinnar, skóli og heilsugœslusel. 1940. Áriö 1948 var byrjað að flytja sláturafurðir með flugvélum úr sveitinni og alveg samfellt frá þeim tíma uns vegurinn opnaðist vestur um Skeiðarársand. Þessar flugsamgöngur, sem stóðu í nokkra áratugi áður en einangrun á landi var rofin, voru mikið notaðar. Héðan flugu menn oft beint *til Reykjavíkur og þekktu þess vegna jafnvel betur til þar en í næstu sveitum. Sveitin hefur verið í símasambandi síðan um 1930, og þá var rafmagn kom- ið hér á flesta bæi frá vatnsaflsrafstöðvum sem víða voru settar upp á árunum 1922— 1929. Við höfðum hér í sveitinni einn af þessum sjálfmenntuðu raf- virkjum, Helga Arason á Fagur- hólsmýri. Hann setti upp flestar þessar rafstöðvar og smíðaði sumar túrbínurnar. Hér kom einnig við sögu Bjarni Runólfsson í Hólmi og Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum í Suðursveit. Síð- an 1974 hefur sveitin tengst raf- magnssamveitu með raflínu um Breiðamerkursand. Fólki opnað- ist því ekki neinn nýr heimur þeg- ar vegurinn kom, en það varð náttúrlega alveg bylting í sam- gönguháttum og aðstöðu til að- drátta. Auðvitað breyttist þá líka margt, t. d. jukust samskipti við fólk í sveitum hér til beggja átta. Hvert er þjónustan sótt núna? Við erum í Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga síðan í ársbyrjun 1965 og fluttum þangað verslunar- viðskipti eftir að Fjallsá á Breiðamerkursandi var brúuð árið 1962 og þar með fært flutningabíl- um að Jökulsá beggja megin frá og flutningaferja sett á ána, sem var svo brúuð 1967. Áður vorum við í Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík. Önnur þjónusta er líka sótt til Hafnar í Hornafirði enda erum við hluti af Austur-Skaftafellssýslu. Þessi sveit á sér einstæða sögu á ýmsa lund. Það er talið að sveitin hafi verið numin af konu sem Þorgerður hét. Maður hennar hét Ásbjörn og dó í hafi. Þau komu frá Noregi. Hrollaugur var búinn að nema land út að Kvíá, þ. e. mestan hluta austursýslunnar. Svo teymir Þorgerður kvígu sína frá þeim landamörkum samkvæmt lögum um landnám kvenna og að Skeiðará og byggir í Sandfelli. Afkomendur hennar dreifast hér um sveitina. í Landnámu segir, að kona skyldi eigi víðara nema land en leiða mætti kvígu tvævetra vor- langan dag sólsetra millum. Sagnir eru um það, að hér hafi verið mjög blómleg byggð á sögu- öld og fram á Sturlungaöld. Þetta var kallað Litlahérað og þá mun byggð hafa verið miklu dreifðari en nú er og náð hér fram á lág- lendið og land þá betur gróið. Svo varð byggðin fyrir því mikla áfalli að það kom gos úr Öræfa- jökli árið 1362 og lagði sveitina gjörsamlega í eyði. Það er talið að fyrst og fremst vikur og aska hafi gert hana óbyggilega, en þegar sveitin fór að byggjast aftur, þá þróuðust þessi byggðarhverfi uppi undir fjöllunum og hafa haldist síðan. Hvemig var samskiptum við umhverfið hér austan og vestan háttað áður fyrr? Allt fram til ársins 1886 var Djúpi- vogur næsti kaupstaður og helsti verslunarstaður Öræfinga, og þangað fluttu þeir á hestum afurð- ir búa sinna sem aðallega var ull. Stundum voru verslunarferðir farnar vestur til Eyrarbakka. Pap- ósverslun í Lóni hófst árið 1861 og fluttist að Höfn 1897. Vík í Mýrdal varð verslunarstaður einum ára- tug fyrr en Höfn. Þannig smá- styttust verslunarleiðir Öræfinga sem áður lágu austur á Djúpavog eða vestur til Eyrarbakka. Svo gerðist það um 1916 að Vestur-Skaftfellingar ákváðu að kaupa skip, Skaftfelling, 60 tonna bát, til að flytja vörur að söndun- um, þar sem yrði skipað upp á árabátum. Öræfingar fengu áhuga á þessu og slógu sér í félag við Vestur-Skaftfellinga um þessi kaup. Um það leyti gengu Öræf- ingar jafnframt í Kaupfélag með Vestur-Skaftfellingum. Skipa- kaupin tengdu þá saman. Skaft- fellingur kom fyrst til Öræfa sumarið 1918, þá lögðust að mestu niður hinar löngu kaupstaðaferðir á hestum. Vörum var skipað upp og út í Skaftfelling suður af Hnappa- völlum. Reist var geymsluhús við svokallaðan Salthöfða og vörurn- ar fluttar á hestvögnum til og frá uppskipunar- eða útskipunarstað. Voru nytjar af Ingólfshöfða? Já, Ingólfshöfðinn var talinn forðabúr fátækra manna um alda- raðir, þar var fugla- og eggjatekja. Svo var sjór sóttur þaðan fyrr á öldum og þá lágu menn þar við sem og við fuglatekjuna. í landi hvaða jarðar er Ingólfshöfði? 562 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.