Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 28

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 28
Guðrún Aradóttir, húsfreyja, Sldðbakka, Austur-Landeyjum, Vinnuframlag kvenna í sveit er vanmetið Guðrún Aradóttir, húsfreyja á Skiðbakka, var önnur tveggja kvenna fulltrúi á aðalfundi Stéttarsambands bænda á Hvanneyri. Hún flutti þar eftirfarandi rœðu í upphafi fundar: Það er mér ánægja og heiður að fá að ávarpa Stéttarsambandsfund bænda. Mér finnst það ánægjuleg þró- un, að það skuli vera búið að opna konum leið að samtökum bænda, og var það raunar vonum seinna. Ég hefði mjög gjarnan viljað sjá hér fleiri konur, og vonandi á þeim eftir að fjölga í framtíðinni. Ekki svo að skilja, að ég ætli að fara að halda því fram, að það muni skipta sköpum fyrir bænda- stéttina, þó að konur komist þar til aukinna áhrifa. Út af fyrir sig á það ekki að skipta máli hvort fulltrúinn er karl eða kona, heldur hitt að það er eðlilegt og raunar sjálfsagt að karlar og konur vinni hlið við hlið að sameiginlegum hagsmunamálum sínum innan bændasamtakanna, alveg eins og þau gera við búskapinn heima fyrir. Konur eru líka um það bil helmingur búandi fólks í landinu. Það gleður mig að núverandi forráðamenn Stéttarsambands bænda hafa áhuga á að konum fjölgi innan samtakanna, og ég vona að viðleitni þeirra eigi eftir að bera árangur. Fyrst ég er að tala um konur, langar mig að minnast á vinnu- framlag bændakvenna við land- búnaðarstörf. í bæklingi, sem nefndist „Hver er réttur þinn?“ og fylgdi Búnaðarblaðinu Frey árið 1983, stendur þessi klausa: Sam- kvæmt búreikningum er vinnu- framlag kvenna á búum kvæntra bænda (ég vek athygli á orða- laginu, það er svo skemmtilegt) um 950 stundir. Ekki efast ég um að þessi útreikningur sé réttur samvæmt búreikningum, en ég leyfi mér þá að efast um að bú- reikningarnir séu réttir. Alls stað- ar þar sem ég þekki til vinna konur mun meira en 950 stundir á ári við búskapinn. Aðeins það að fara í fjós tvisvar á dag, 365 daga ársins, og vinna þar við mjaltir og annnað sem með þarf í 3V2 tíma á dag til jafnaðar, sem er mjög varlega reiknað, þá gera það 1277 stundir á ári. Auk þess vinna kon- ur almennt fjölmörg önnur störf við búið, skepnuhirðingu, hey- skap og annað sem til fellur. Þar að auki tel ég það vinnu við búið að elda ofan í og þvo og þrífa húsnæði þess aðkomufólks sem starfar á búinu um lengri eða skemmri tíma. Flestir bæta við sig vinnukrafti yfir sumarið, aðrir hafa vinnufólk allt árið, auk þeirra sem vinna á jarðvinnslutækjum og slíku og eru í fæði og oft húsnæði á viðkomandi búi. Þjónusta við þetta fólk væri tal- in vinna, ef konan innti hana af hendi annars staðar en heima hjá sér, en þar er það ekki talin vinna. Það er þessu óréttlæti sem ég vil mótmæla. Hér þarf hugarfars- breytingu. Fæðingarorlof kvenna. Mig langar að minnast á eitt í viðbót í sambandi við vinnufram- lag bændakvenna, úr því að bænd- ur miða sig við launastéttir. Hvar myndi það gerast að Guðrún Aradóttir flytur rœðu sína. 580 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.