Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 19

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 19
liant. í einn pels, stærð nr. 42, þarf uni 26—34 skinn og kostar hann núna í verslun hér heima frá 65 000—120 000 krónur. Aðrar nytjar af dýrinu er kjöt- ið. Bragðaðist það vel svona í fyrsta sinn, en þykir lostæti hjá sumum þjóðum. Pað er fitusnautt og skrokkþungi er frá 5—8 kg. Framtennur eru notaðar í skraut. Eins og horfir í dag fyrir okkur bændum um samdrátt í hinum hefðbundnu búgreinum, tel ég rétt við leitum allra ráða til að geta verið heima hjá okkur og því tel ég liggja á að kanna hvort við gætum ekki haft fenjabjór sem hliðarbúgrein þar sem refir og minkar eiga ekki við. Ég tel þetta vera spurningu um hvort við get- um ekki notað grasið okkar, sem er með því betra í Evrópu og þá í heykögglum handa bjórnum. Þarna tel ég að tilraunastöðvar okkar og bændaskólar ættu að hafa frumkvæði. Reynum bjórinn og tökum til hendinni strax og látum ekki reka á reiðanum í mörg ár eins og alltof oft á sér stað. Samtökin V. K. S. K. og yfirloð- Stærsta andabú í Evrópu Er við Karl Sveinsson á Borgar- firði eystra vorum að skoða vatna- fuglasláturhús í Vestur-Þýskalandi með Karli Behreno er sér um upp- byggingu og markaðsmál á fugla- afurðum í landinu komum við að Bölts-andabúinu. Það var stofnað árið 1937 og í dag er lífdýrastofn þeirra 15 000 fuglar. í útungunar- vélarnar eru sett allt að 70 þúsund egg á viku. í búinu ala þeir sjálfir upp um 35 þúsund fugla, en hitt selja þeir til annarra. Þeir slátra daglega um 10 000 fuglum 5 daga vikunnar, kaupa af öðrum það sem á vantar í lógun. Lógað er 2 milljónum á ári. Kjötið er mest selt innanlands. Þeir reka eigin fiður- og sængurgerð. Lappirnar af öndunum eru seldar frystar til Hong Kong. Þar þykja þær frá- Sýningarsalur með búrum þar sem sýndar eru ýmsar tegundir lítilla húsdýra. (Ljósmyndir: Örn K. Porleifsson). dýralæknir Austur-Þýskalands eru reiðubúnir til að aðstoða okkur á allan hátt. Að lokum langar mig að þakka starfsfólki sendiráðs Austur-Þýska- lands hér heima og formanni V. K. S. K. Erwin Wegner fyrir frábæra hjálpsemi og móttökur, sendiráði Tékkóslóvakíu. heið- urskónsúlnum Gisilu Maurer í Hannover í Vestur-Þýskalandi, stjórn Framleiðnisjóðs landbún- aðarins fyrir þeirra framlag, svo og búnaðarmálastjóra, að ferðin 1984 var farin. Carina 2000, karlfugl. bærar í andalappasúpu. Innyfli eru nýtt í fóður; engu er hent. Þeir eru með eigin fóðurstöð, er blandar 75 þúsund tonn á ári. Þar af nota þeir til eigin þarfa 45 þúsund tonn. Eftir ca. 10 ár hverfa þessi stórbú því að skíturinn frá dýrunum er svo mikill og vandamál hvað gera á við hann. í Vestur-Evróþu er mikill markaður fyrir kjöt, hvítt kjöt. Við eigum að bregðast við því. Ég er viss um að við eigum möguleika. Örn. K. Þorleifsson. FREYR 571

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.