Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 21
Carina 2000 (Moskuönd, Carina moschata)
Hvað er Carina? Vísinda-
menn eru ekki á eitt sáttir,
hvort um er að ræða önd
eða gœs ogflokkast hún því
með hvorugri tegundinni,
en ég vil kalla hana gœs
hér.
Uppruni Carinu er í hitabelti Mið-
og Suður-Ameríku. Upprunalegi
litur hennar er svartur en með
kynblöndun er Carinan orðin hvít.
Einnig koma fram ýmis litaraf-
brigði. Ég heimsótti sumarið 1984
tilraunabúið í Vogelsdorf við
Sprewald í Austur-Þýskalandi.
Þar var byrjað á ræktun Carinu
árið 1968. Núna vinna þarna um
150 manns og fuglastofninn er um
60 þúsund í allt með ungum, en
þeir þar unga út á ári um 750
þúsund ungum. Mestur hluti
þeirra er seldur til smábænda.
Þarna á tilraunastöðinni voru
allar Carinu-kerlingar sæddar.
Verptu þær að meðaltali um 120
eggjum á ári. Útungun tekur um
32 daga. Eftir 70 daga er kvenfugl-
um lógað og vega þá skrokkarnir
1,4 kg, en körlum er lógað 77 daga
og vega þá 2,7 kg. Er þeim lógað á
þessum tíma vegna fóðurskipta,
en annars eru fuglarnir látnir lifa í
21 viku og þá er þungi þeirra orðin
allt að 4,5 kg.
Úr útungunarvélunum koma 85
ungar af 100 eggjum sem sett eru í
þær. Tilraunastjórinn, dr. Martin
Beer bauðst til að taka nema frá
íslandi ef einhver hefur áhuga. Ég
hef mikinn áhuga á að gæsabænd-
ur láti athuga nánar um þennan
fugl og þá vegna þess að hann get-
ur nýtt sér gras alltað 80% af fóðri
sínu og verpir vel, allt að 120
eggjum á ári. Hann er bestur allra
fugla til að liggja á eggjum sínum
eða þeim sem sett eru undir hann.
Hann er mjög fljótvaxinn og næst-
um fitulaus, en ekki eins og endur
sem framleiddar eru hér á inn-
Carina 2000, karlfugl til vinstri en kvenfugl til hœgri.
fluttu korni, lógað 50—60 daga
gömlum og varla handa einum
manni er þær koma úr ofninum.
Carinan er kjötfugl, hvort sem
henni er lógað 70—77 daga eða
147 daga gamalli og er kjötið af
henni er ljóst. Carinan er hljóðlát,
blístrar líkt og rauðhöfða bliki í
tilhugalífinu. Hún er heimakær og
passar plássið sitt vel. Hún getur
flogið og í því húsi sem hún er sjást
aldrei skorkvikindi né flugur.
Gallinn við hana er, hve vont er
að reka hana af staðnum sínum,
því hún er þrjósk og stöð. Eins er
ekki hægt að hafa hana úti í miklu
frosti, en hún þolir vel allt að
—5°C. Það væri vel við hæfi að
nýja fugiadeildin á Hvanneyri
kæmi henni til okkar bænda er
hafa gæsir og endur sem hliðarbú-
grein.
Örn K. Porleifsson.
Öræfingar voru ekki einangraðir.
Frh. af bls. 567.
öruggasta á landinu. Við Jökulsá á
Breiðamerkursandi eru ristarhlið
sitt hvoru megin við brúna og eins
við Gígjukvísl á Skeiðarársandi.
Sauðfé hér í sveit er því enn sent
áður vel einangrað gagnvart utan-
aðkomandi sjúkdómum. Sjálfra
okkar vegna og annarra viljum við
halda þessu hólfi öruggu. Við telj-
um að meiri hætta sé á því að
sauðfjársjúkdómar geti borist hing-
að, ef fé héðan yrði flutt til slátrun-
ar að Höfn eða Kirkjubæjarklaustri
og tekin upp nánari samskipti við
sláturhús þar. í öðru lagi er það svo
atvinnuþátturinn. Þó að sláturvinn-
an geti verið erfið þá hafa Öræfing-
ar af henni nokkrar tekjur, sem
þeir mundu missa ef sláturhúsið
yrði lagt niður, jafnframt kæmi
aukinn kostnaður vegna sláturfjár-
flutninga. Dagsslátrun er yfirleitt
um 400 fjár. Miðast það við nýtingu
húsrýmis og hæfilegan bílfarm.
Kjötið er flutt ófrosið hangandi í bíl
til Hafnar í Hornafirði nú tvö sl.
haust eins og áður segir. Slátrað var
hér hátt á sjötta þúsund fjár samtals
sl. haust.
Að lokum vil ég segja það, að
þær stórfelldu breytingar og fram-
farir, sem orðið hafa í þessari sveit
á síðustu áratugum, eru meiri en
trúað hefði verið þegar ég var ungl-
ingur. Ég vona að í framhaldi af því
megi blómgast hér byggð og bú,
sem eigi farsæla framtíð fyrir sér.
M. E.
Freyr 573