Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 27
>
orkuinnihald fóðursins að
aukast“.
Hjörleifur Jónsson telur að í
nýju stöðinni ætti að vera unnt að
auka hlutfall innlendra hráefna
upp í allt að 50%, einkum ef
framhald verði á ræktun byggs hér
á landi. Fóðurblandan h.f. hefur
nú starfað í 25 ár.
Gunnar Jóhannsson á Ásmund-
arstöðum er stjórnarformaður
fyrirtækisins og með honum í
stjórn eru: Kolbeinn Kristinsson á
Selfossi, Árni Möller á Þórustöð-
um, Karl Siggeirsson á Hvamms-
tanga og Eggert Haukdal á Berg-
þórshvoli. Forstjóri er Hjörleifur
Jónsson og framkvæmdastjóri
Árni Gunnarsson. J J D.
I leyfi frá störfuxn
Júlíus J. Daníelsson ritstjóri Freys
mun dveljast ásamt fjölskyldu
sinni í Kaupmannahöfn það sem
eftir er ársins og fram á það næsta.
Hann mun þar skrifa fyrir blaðið í
hlutastarfi.
Freyr flytur honum og fjöl-
skyldu hans góðar kveðjur á
Hafnarslóð. ^ g
Viðmiðunarverð á
bindingu heys
Búreikningastofa landbúnaðar-
ins hefur áætlað viðmiðunarverð á
bindingu heys á þessu sumri kr.
7,65 á bagga. í verðinu er innifalið
garn og vinnu- og vélakostnaður.
Svínarœktarfélag íslands
Verð á svínaafurðum
Vcrð áður Hækkun Vcrð nú
Svín .... I A 172,91 5% 181,55
Svín 1 B 164,67 164,67
Svín ... I C 123,63 5% 129,81
Gylta .... II A 83,64 5% 87,82
Gylta II B 83,64 5% 87,82
Gyltur og grísir III C 79,36 5% 83,32
Geltir 47,30 5% 49,66
Lifur 56,82 56,82
Grísahausar 26,18 26,18
Gyltuhausar 6,78 6,78
Mör 26,78 26,78
Hausar, lifur, mör selt í einu lagi 38,81 38,81
Verð þetta miðast við að kaupandi greiði flutningskostnað á sláturgripum
frá framleiðanda að sláturhúsi, svo og flutning frá sláturhúsi til kaupanda.
Kaupandi greiði ennfremur sláturkostnað.
Verð þetta tekur gildi frá og með 1. júlí 1986.
Bændur athugið
Á blaðsíðu 558 í þessu blaði
er auglýsing frá Stofnlána-
deild landbúnaðarins. Bænd-
ur eru hvattir til að kynna sér
efni hennar og nota sér þá
fyrirgreiðslu sem þar er boð-
in, ef þeir hafa ástæðu til.
Gundersted mykjudæla.
Frh. af bls. 576.
dælunnar við dælingu mældist mest um 24 kW (33 hö).
Dælan hentar vel til að hræra upp í áburðargeymslum.
Álagsöryggi stöðvar dæluna ef fastir aðskotahlutir kom-
ast í inntaksop hennar og valda þeir því yfirleitt ekki
skemmdum. í lok reynslutímans kom í ljós að spaðar á
dæluhjóli höfðu bognað lítilsháttar undan álaginu. Ekki
komu fram aðrar bilanir eða óeðlilegt slit á prófunartím-
anum.
Oleo-Mac heyhnífur.
Frh. afbls. 577.
um er fylgt. Vinna við viðhald á tækinu er lítil og ekki
þarf sérsmíðaðan búnað til að hvetja skurðbúnaðinn.
Engar meiriháttar bilanir urðu á reynslutímanum, en
hlíf er umlykur drifbúnað er of veikbyggð. Straumrofi í
handfangi fór úr lagi en í heild virðist tækið nægilega
traustbyggt.
Freyr 579