Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 14

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 14
sem þjóðgarö. Með því var hins vegar fjárbeit að mestu bönnuð í landi þjóðgarðsins, en það finnst heimamönnum vafasamt að betra sé að hleypa þar öllu grónu landi í sinu. Þegar ég var í barnaskóla lærði ég að á Islandi væru þrír skógar, Hallormsstaðarskógur, Vaglaskógur og Bæjarstaðaskógur í Öræfum. Hvemig er Bæjarstaðaskógur á sig kominn? Hann var girtur 1935 og þar með friðaður. Nú er sagt að lítill ný- græðingur sé þar, m. a. vegna þess að þar er kominn svo þykkur sinu- og mosaþófi, að fræ geti ekki skotið rótum til moldar, og að hann geti varla endurnýjað sig nema með rótarskotum. Allt frá landnámsöld og fram til 1935 var skógurinn ófriðaður og hann var nýttur til beitar, eldi- viðar og kolagerðar. Þrátt fyrir það skilar hann sér eftir allar þess- ar aldir í því ástandi að hann sómi sér vel í þjóðgarði. Svo þegar hann hefur verið friðaður í hálfa öld þá hafa menn áhyggjur af því, að hann kunni að vera á fallandi fæti. Skógurinn hefur nýlega orðið fyrir talsverðum áföllum af skriðuhlaupum sem fallið hafa í gegnum hann í stórrigningum, en nýr skógur er að breiöast út og vaxa upp utan við aðal skóginn. Eftir hverju ber hann nafn? Hann mun draga nafn af göntlum bæjarstað. þar sem bærinn Jökul- fell stóð til forna í nágrenni við skóginn. Þar var hálfkirkja fram um miðja fjórtándu öld. Hlunnindi? Hér fyrr á árum var mikil selveiði og kjötið var notað til matar og lýsið til ljósmetis (þ. e. brætt spik). Síðar varstunduö kópaveiði vegna skinnasölu einkunt frá Skaftafelli, Svínafelli og Kví- skerjum. Á síðustu árum hefur selveiði alveg faílið niður bæði vegna verðhruns á skinnum og minnkandi selagengdar. Svolítil silungsveiði er einkum á Hnappavöllum og Fagurhólsmýri. Áður fyrr var útræði frá Ingólfs- höfða, og talið að þá hafi verið miklu betri lendingarskilyrði þar en nú eru. Þegar Ingólfur Arnar- son kom og langt fram eftir öldum var fjörður inn með höfðanum að austan og norðan. Skeiðarárhlaup og önnur vatnsföll hafa síðan smátt og smátt fyllt upp í hann með sandframburði, uns hann hvarf með öllu. Um miðja 18. öld urðu stórfelld slys við sjósókn frá Ingólfshöfða, vegna versnandi lendingarskilyrða. Lagðist þá út- ræði þaðan að mestu niður. Stundum var þó róið til fiskjar á vorin, þegar ládeyða var við fjörur austan Ingólfshöfða. Þegar ég var ungur, þá fór ég í róðra á uppskip- unarbát sem notaður var til að flytja vörur úr Skaftfellingi. Þenn- an bát smíðaði Erlendur Björns- son í Vík, afi Erlendar Einars- sonar forstjóra SÍS. Nú er þessi bátur kominn í Byggðasafnið á Höfn. Við opnun hringvegarins þurfti trúlega að bæta vegakerfið? Já, bæði á sjálfum Skeiðarársand- inum og út frá honum til beggja hliða. Hér varð að færa þjóðveg- inn, því að hann lá í gegnum túnin hérna. Það þurfti að leggja nýjan veg utan við túnin að Virkisá sem er næsta á hér. fyrir austan Svína- fell. Ég hef verið vegaverkstjóri hér síðan 1947 og sá um þessar vega- framkvæmdir hér til hliðar við aðalframkvæmdirnar á sandinum. Það hafa orðið breytingar á vinnubrögðum á verkstjóraferli þínum? Já, það má muna tímana tvenna í þeim efnunt. Fyrst þegar ég kom nálægt þessu var ofaníburði ekið á hest- vögnum og mokað var á þá með skóflum. Mönnum þótti þó gott að komast í þessa vinnu til að fá aura. Svo komu vélarnar, dráttarvél- ar og vörubílar. Það var töluverð búbót að komast með vél eða bíl í vegavinnu. Hvenær kom vörubíll hingað fyrst? Vörubíll kom hingað fyrst árið 1942. Hann var fluttur vestan yfir Skeiðarársand þegar lítið var í vötnum í nóvember. Þetta var einsdrifsvörubíll tveggja tonna og oft erfitt að komast á honum um sveitina, því að hér var þá engin brú komin á árnar, sem eru þó all- margar hér innan sveitar, ntisjafn- lega vatnsmiklar. Hvemig var um bensín- og olíuflutninga fyrst eftir að vélar komu? Unt 1940 var komið akvegasam- band austur á Síðu í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þá var þar ekki lengur þörf fyrir vöruflutninga sjóleiðis. Mótorbáturinn Skaftfellingur var seldur, en Skipaútgerð ríkisins ann- aðist vöruflutninga á sjó til Öræfa næstu árin. Á árunum 1954—1963 voru vörur til Öræfa aðallega flutt- ar á sterkum vörubifreiðum um Skeiðarársand á vorin áður en sumarvöxtur kom í vötnin, þar með bensín- og olíutunnur. Árið 1959 kom allgóður ferjubúnaður á Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Þá opn- aðist leið fyrir þungavöruflutninga frá Höfn vor og haust, þegar önnur óbrúuð vötn voru vatnslítil og fær flutningabílum, sem gátu þá mæst við Jökulsá. Eftir að Fjallsá var brúuð var gengið frá olíutönkum beggja megin Jökulsár og leiðslu á milli þeirra, sem var fest í víra er voru strengdir yfir ána á staurum, er rammlega voru niður festir á báðum árbökkum. Svo var olíunni dælt yfir ána. Hún var svo flutt frá ánni í tank, er setja mátti á vöru- bílspall, og dreift á bæi. Árið 1967 var lokið brúarsmíði á Jökulsá, þá opnaðist samgönguleið til austurs. En mestar urðu samgöngubætur sveitarinnar við opnun hringvegar- 566 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.