Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 32

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 32
Frá Rannsóknastofnun landbúnaÓarins Fastur þáttur frá Rala Til þess að starf Rannsóknastofnunar landbúnaðarins nýtist íslenskum landbúnaði þurfa niðurstöður rannsókna að skila sér sem best til þeirra sem gagn hafa af þeim. Upplýsingum frá stofnuninni hef- ur einkum verið miðlað á eftirfar- andi hátt: 1. Með greinum í vísindaritið Islenskar landbúnarrannsóknir og einnig í erlend fræðirit. Greinar þessar eru oft lokaáfangi í tiltek- inni rannsókn. Þær eru oft skrifað- ar á ensku og beinast einkum að öðrum vísindamönnum og ráðu- nautum. Ritið er gefið út í 1000 eintökum. Algengt er að starfs- menn annarra stofnana skrifi greinar í ritið. 2. í Fjölriti Rala birtast skýrslur um stöðu tiltekinna verkefna, þ. e. ritið er oft notað sem áfanga- skýrsla en fjölritið er einnig notað undir verkefnalýsingar, ársskýrsl- ur og fleira efni sem gott þykir að birta með reglubundnum hætti. Flest fjölritin eru skrifuð á ís- lensku. Upplagið er lítið, oftast um 250—300 eintök og einkum ætlað þeim er starfa í rannsókn- um, leiðbeiningum og skyldum störfum. Allir geta gerst áskrif- endur að ritum stofnunarinnar eða keypt einstök hefti. 3. í kjölfar gróðurrannsókna á hálendi og láglendi hefur stofnun- in gefið út fjölda gróður- og jarða- korta. 4. Starfsmenn Rala skrifa oft greinar í Frey, Bóndann, ýmis önnurfagtímarit, t. d. Eiðfaxa ogí dagblöð. Skýrslur frá búvélapróf- t' íum bútæknideildar Rala að Hvanneyri birtast í Frey. Einnig má nefna Handbók bænda, fræðslurit Búnaðarfélags íslands, Ársrit Ræktunarfélgs Norður- lands, Árbók landbúnaðarins og fleiri rit. 5. Starfsmenn Rala standa að Ráðunautafundi Rala og Búnað- arfélags íslands þar sem fjallað er um nýjustu rannsóknirnar og niðurstöður þeirra. Þau erindi eru gefin úr í sérstöku riti. 6. Auk þessa koma starfsmenn Rala oft fram í búnaðarþætti út- varpsins, í sjónvarpi og mæta á bændafundum og halda erindi á fundum sem boðað er til, til kynn- ingar sérstökum málefnum. Þó að þessi kynning á starfi Rannsóknastofnunar landbúnað- arins verði að teljast all nokkur er oft gagnrýnt að lítið fréttist frá stofnuninni um þau verk sem þar eru unnin. Til að mæta þessari gagnrýni hefur verið ákveðið í samráði við ritstjórn Freys að stofnunin annist fastan þátt í Frey sem nefnist „Frá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins”. Rannsóknastofnun landbúnað- arins er stofnuð með samþykkt laga nr. 64 frá 31. maí. 1965 um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna. Undir sömu lög heyra Haf- rannsóknastofnun, Rannsókna- stofnun iðnaðarins (nú Iðntækni- stofnun) og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Rannsókna- ráð ríkisins tengir þessar stofnanir saman. Rannsóknastofnun land- búnaðarins á uppruna sinn í Bún- aðardeild Atvinnudeildar Há- skólans. Rala heyrir undir Landbúnað- arráðuneytið og yfir stofnuninni er þriggja manna stjórn sem nú skipa Bjarni Arason ráðunautur í Borgarnesi, formaður, kosinn af tilraunaráði, Jónas Jónsson, bún- aðarmálastjóri, tilnefndur af Bún- aðarfélagi íslands og Egill Bjarna- son, ráðunautur á Sauðárkróki, skipaður af landbúnaðarráðherra án tilnefningar. Tilraunaráð landbúnaðarins er skipað 16 mönnum tilnefndum af ýmsum stofnunum og samtökum landbúnaðarins og er því ætlað að vera tengiliður stofnunarinnar við landbúnaðinn og til ráðuneytis um verkefnaval og strafshætti. Sér- staklega verður gerð grein fyrir tilraunaráði í síðari þætti frá Rala. Rala hefur víða aðstöðu á landinu. Höfuðstöðvar stofnunar- innar eru á Keldnaholti í Reykja- vík og þar er einnig tilraunastöðin Korpa. Bútæknideild Rala er stað- sett á Hvanneyri. Tilraunastöðvar eru á Hesti í Andakílshreppi, Revkhólum í Reykhólasveit, Möðruvöllum í Hörgárdal, Skriðuklaustri í Fljótsdal og Sámsstöðum í Fljótshlíð. Lög- formlegt samstarf er við Búnaðar- samband Suðurlands um upp- byggingu og rekstur tilraunastöðv- ar að Stóra Ármóti í Hraungerðis- Frh. á bls. 587. 584 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.