Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 8

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 8
Öræfingar voru ekki einangraðir Viðtal við Þorstein Jóhannsson á Svínafelli í Öræfum Porsteinn Jóhannsson býr á Svínafelli í Örœfum ásamt konu sinni Sigrúnu Pálsdóttur, mági sínum, Jóni Pálssyni, og þremur sonum, Guðjóni, Jóhanni og Halldóri, en tveir þeir síðarnefndu vinna mikið utan heimilis. Auk þess búa dóttir Porsteins og tengda- sonur, sem er vélvirki, einnig á jörðinni. Porsteinn Jóhannsson (Ljósm. M.E.). Ég byrja á að spyxja Þorstein hversu margbýlt sé á Svínafelli. Það eru þrjár bújarðir á Svínafelli, en býlin eru orðin fimm, því að tvær fjölskyldnanna hafa skipst. Hvað búið þið við? Aðalbúgreinin er sauðfé, en við erum auk þess með nokkrar kýr og seljum mjólk. Svo erum við með dálitla kartöflurækt, og nú er tengdasonur minn að koma upp loðdýrabúi og tveir aðrir bændur hér í sveit. Auk þess hef ég lengi stundað barnakennslu á vetrum og unnið að vegagerð o. fl. á sumrum, svo að bústörfin hafa löngum hvílt nteira á mági mínum og sonum. 560 Freyr Hvað er Öræfasveit eða Hofshreppur fjölmenn sveit og hvað eru margir bæir hér? Bæirnir eru 24. íbúar hér voru 113 á manntali 1. des. 1985. Sveitin einkennist af bæjarþyrpingum, misstórum og til eru líka einbýli. Ef við förum röðina að austan. þá eru Kvísker austust og þar er einn bær langt frá öðrum bæjum. Svo koma Hnappavellir sem er ein af þessum bæjarþyrpingunt með fjóra bæi. Á Fagurhólsmýri eru þrír bæir, en einn þeirra er tengdur útibúi Kaupfélagsins þar á staðnum. Svo er Hofsnes og þar er einbýli. Þá kemur Hof sem er stærsta þyrp- ingin. Þar eru nú átta bæir. Næst er Sandfell sem er í eyði. Það var landnámsjörð, þar var lengi prestssetur og kirkja. Svo er það Svínafell. Hér eru fimrn býli og í Skaftafelli eru tvö býli. Er stundaður sams konar búskapur og hér á öðrum bæjum í sveitinni? Já, mest er búið við sauðfé, al- gengt er að um 300—400 fjár séu á bæ, og einnig er algengt að fjöl- skyldur standi saman að búrekstr- inum, svo að segja má að óform- legur félagsbúskapur foreldra og uppkominna barna sé einkenn- andi hér í sveit. Mjólkursala? Já mjólkursala er af nokkrum bæj- um og einnig nokkur kartöflusala. Göngur? Þær eru sérstakar fyrir hvert býli. Hér vantar hins vegar afrétti. Það er svo skammt til jökulsins að það er ekki hægt að segja að hér séu neinir afréttir á bak við byggðina og hér er tiltölulega skammt milli fjalls og fjöru. Hér framan við Svínafell og Skaftafell eru þó miklir sandar sem eru að gróa upp á síðustu árum eftir að farið var að halda að vötnunum með varnargörðum vegna brúargerða. Bæði Skeiðarársandur og Breiðamerkursandur eru nýttir til fjárbeitar. Skeiðarársandur til- heyrir Skaftafelli. Utantil á hon- um er mikið af melgresi, stórt svæði þar sem eru melhólar og þar er gróður sem kemur snemma til á vorin. Næst sjó er gróið flatlendi

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.