Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 15

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 15
 Brúin á Skeiðará, lengsta brú á landinu. ins um Skeiðarársand. Búnaðarfé- lagið í sveitinni hefur lengi átt ýtur, enda var ekki auðvelt að flytja slík tæki hingað fyrir einstök verkefni. Þær voru mikið notaðar við að byggja upp þjóðveginn um sveitina, m. a. frá Virkisá og vestur að Skeiðará. Á sjálfum sandinum voru svo vélar frá mörgum aðilum, bæði Vegagerðinni sjálfri, okkur og fleirum. Það kom allmikill peningur inn í sveitina með þessu, en hins vegar var þessi vélarekstur erfiður því að álagið á vélarnar var mikið. Þessu fylgdi þó vaxandi upp- bygging á bæjum hér í sveitinni. Hvemig er slátrun háttað hér? Ég man þá tíma þegar fé var rekið héðan til slátrunar austur á Höfn, yfir 100 km leið. Það gat verið um viku ferð og oft var mesta basl að koma fénu yfir vötnin og aðrar torfærur og auðvitað hefur féð lést mikið á leiðinni. Stundum var slát- urfé rekið héðan til Víkur. Það var byrjað að slátra sölufé hér heima árið 1928 og þá eingöngu lömbum, en sauðir voru reknir austur á Höfn það ár. Síðan hefur verið slátrað hér, og í tvo áratugi 1928—48, var kjötið saltað í tunnur og lengst af voru tunnurnar fluttar sjóleiðis og á hestvögnum frá slát- urhúsi til sjávar. Sum haust voru ekki tök á að koma kjötinu frá sér sjóleiðis og þá var það geymt hér yfir veturinn. Þá þurfti að umsalta það þegar líða tók á veturinn, rífa það allt upp úr tunnunum og salta að nýju. Við sláturhúsið sem þá var hjá Salt- höfða er vikuralda frá gosinu 1362. Eftir að kjötið var umsaltað voru tunnurnar grafnar í vikurölduna til að verja þær sólarhitanum. Aðeins tapparnir voru látnir standa upp úr til að hægt væri að bæta pækli á þær. Árið 1948 var farið að flytja kjötið með flugvélum til Reykja- víkur jafnóðum og slátrað var, þannig að hver flugfarmur hafði hangið uppi til kælingar frá degin- um áður. Flugið var þó stopult framan af, alltaf voru því hafðar tilbúnar tunnur og salt í a. m. k. dagsslátrun. Þessir flugflutningar með sláturafurðir og þá jafnframt vörur til baka héldust samfellt til ársins 1974 en þá hafði opnast akfær leið um Skeiðarársand. Síðan hafa sláturafurðir okkar verið flutt- ar á bílum, lengst af til Reykjavík- ur, en tvö síðustu haust til Hafnar. Svo er það líffjársalan. í nokkur ár voru seld héðan líflömb til fjárskipta þar sem fé hafði verið skorið niður vegna mæðiveiki. Héðan voru seld lömb vestur í Borgarfjörð og í Rangárvallasýslu. Þau voru flutt með flugvélum. Flugmenn voru hressir og ánægðir í þessurn tlutningum og sóttust eftir að komast í þetta. Enda farþegarnir möglunarlitlir. Á síðari árum hafa verið seld héðan líflömb við og við á fjár- skiptasvæði t. d. á Jökuldal og Jökulsárhlíð og sl. haust í Árnes- sýslu. Þau hafa verið flutt á bílum. Nú er talað um að fækka sláturhúsum og stækka þau. Hvemig snýr það við ykkur? Menn vilja halda sláíruninni hér í sveitinni sem lengst. Það er af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að hér er afmarkað sauðfján'eikivarnarhólf, eitt það Frh. á bls. 573 Freyr 567

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.