Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 33

Freyr - 15.07.1986, Blaðsíða 33
Frá Rannsóknastofnun landbúnaÓarins Yfirbordsefni á veggi votheysgeymslna A undanförnum árum hefur Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins staðið að athugunum á yfirborðsefnum á steyptar votheysgeymslur. Pessar rannsóknir voru framkvœmdar á Hvanneyri í samvinnu við Bœndaskólann. Yfirlit yfir álitlegustu efnin sem reynd voru ásamt meðaleinkunn Verslunarheiti Meðal- Meðal- Fyrirtæki. efnis einkunn frávik. Harpa hf. Botnvörn M 9,08 0,79 Granít lakk 9,31 0,75 Efnaverksm. E-21 bikhúð 9,11 0,67 Sjöfn E—21 gólflakk 9,28 0,74 Málning hf. Epoxy áltjara 8,34 1,51 Málningarverksmiöja Hempadur Epoxy 8,86 1,03 Slippfélagsins Polyúretan lakk 9,22 1,00 Steinprýði hf. Siloseal 6,97 2,18 Framleiðendur efnanna létu í té endurgjaldslaust þau efni sem þeir töldu álitlegust. Alls voru 23 efni reynd en af þeim voru valin 1—2 efni frá hverjum aðila sem álitin voru vænlegust. (Sjá meðfylgjandi töflu). Hlutlausir aðilar voru fengnir til að meta efnin og gáfu þeir þeim árlega einkunnir, (0— 10). Gefin var einkunn fyrir fjóra þætti: heildaráferð efnisins, við- loðun við ugdirlagið, þéttleika, þ. e. hve vel efnið virðist loka undirlaginu og svo viðnám efnisins gagnvart heysigi eða í raun hve hált efnið er. Niðurstöður þessara athugana voru birtar í heild í fjölriti Rala nr. 115 en hér verður aðeins drepið á helstu atriði. Eins og fram kemur á meðfylgj- andi töflu hafa öll fyrirtækin mjög góð efni á boðstólum til að verja votheysgeymslur. Ef viðkomandi efni hefur fengið í meðaleinkunn um og yfir 9 hafa matsmenn ekki haft neitt við það að athuga. Tvö efni hafa meðaleinkunn milli 8 og 9. I báðum tilvikum eru þessi efni með einkunn yfir 9 fyrir viðloðun og þéttleika, en meðaleinkunnin lækkar vegna einkunnar fyrir áferð sem hefur ekki notagildi heldur er útlitsatriði. Eitt efni sker sig nokkuð úr en það er Siloseal. Það hefur ágæta einkunn fyrir við- loðun og þéttleika en lága einkun fyrir viðnám (hrjúft yfirborð), en það er að margra áliti verulegur ókostur vegna þess hve hætt er við að loft komist niður með veggj- um. Hins vegar er Siloseal ódýr- ara en önnur efni og þægilegt í meðförum vegna þess að það er vatnsleysanlegt. Ef unnt væri að gera yfirborð þess sléttara og hálla er það að öðru leyti mjög álitlegt. Megin niðurstöður þessara athug- ana eru þær að láti menn ekki nægja skammtímaráðstafanir með ódýrum efnum, er á markaðnum allmikið úrval af efnum sem henta vel til að hindra eða draga stórlega úr tæringaráhrifum. Samkvæmt lauslegum áætlunum, þar sem stuðst er við matstölur frá Bygg- ingastofnun landbúnaðarins, má ætla að stofnkostnaður við vot- heysgeymslur (flatgryfjur) sé um 5.300 kr/m2 (1984—1985) um- reiknað á gólfflöt. Með því að bera varnarefnin á gólfin og í hálfa vegghæð má áætla að efniskostn- aður við varanleg varnarefni sé á bilinu 4 — 8% af stofnkostnaði við heygeymsluna. Avinningurinn við að nota var- anleg yfirborðsefni er að steypan tærist lítið sem ekkert og endist Frh. á bls. 587. Freyr 585

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.