Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 7
Búnaðafélag íslands 150 ára Búnaðarfélag íslands er 150 ára á þessu ári. Það rekur sögu sína aftur til ársins 1837, en það ár, hinn 28. janúar, var haldinn fyrsti fundur til stofnunar félags til að efla landbún- að hér á landi. Hlaut það nafnið Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag. Stofnendur voru helstu embættismenn þjóðarinnar á þeim tíma sem búsettir voru í Reykjavík, stiftamtmaður, biskup, landlæknir o.fl. en fyrsti formaður var kosinn Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari. Lög félagsins voru samþykkt á fundi síðar á árinu eða hinn 8. júlí, um hásumar þegar ferðalög voru greiðari en að vetri til. Árið 1899 var starfssvæðið fært út og náði eftir það til alls landsins og var nafninu þá breytt í Búnaðarfélag íslands. Sjóðir Búnaðarfélags Suðuramtsins og hluti af bún- aðarsjóðum hinna amtanna gengu þá til þess. Jafnframt því er Búnaðarþing stofnað sem æðsta valdastofnun félagsins. Það kom saman annað hvert ár fram til ársins 1950 en eftir það hefur það komið saman á hverju ári. Stofnun Suðuramtsins húss- og bústjórnar- félags árið 1837 var í samræmi við þá vakn- ingu sem þá fór um lönd og álfur. Um það leyti er frelsis- og framfarabarátta íslendinga hafin. Höfuðstöðvar þeirrar baráttu voru í Kaupmannahöfn, höfuðborg íslendinga á þeim tíma. Um það leyti er Baldvin Einarsson nýlega fallinn frá, Fjölnismenn á hátindi sín- um og Jón Sigurðsson að stíga fram á sviðið. Barátta þessara manna og annarra átti sér þá forsendu að einveldi var á undanhaldi í Vest- urálfu og ber þar hæst af einstökum atburðum frönsku stjórnarbyltinguna árið 1789. Sú þróun sem þá hófst hefði þó lítið snert íslendinga ef hér hefði ekki lifað þjóð sem hafði haldið við menntun sinni, var læs og skrifandi og fróðleiksfús. Það má aftur þakka íslendingasögunum og þeirri sagnahefð sem skapaði þær og af þeim leiddi. Lífskjör þjóðarinnar um það leyti sem rofa fer til voru hins vegar svo bágborin að erfitt er að ímynda sér þau lakari. Þar lögðust á eitt náttúruhamfarir, köld veðrátta, farsóttir og hart stjórnarfar. Ofan á það bættist að verk- þekking hafði nánast staðið í stað frá því land byggðist. í þessu ljósi þarf að skoða stofnun Suður- amtsins húss- og bústjórnarfélags. Það og arf- taki þess, Búnaðarfélag íslands, varð síðan sá stofn sem önnur félög til eflingar landbúnaði uxu upp af. Á það jafnt við um hreppabúnað- arfélög og síðar búnaðarsambönd sem menntastofnanir og afurðasölufélög landbún- aðarins. Það er gaman að minnast þess að eitt þessara félaga, Sláturfélag Suðurlands, átti einnig stórafmæli hinn 28. janúar sl. en þá varð það 80 ára. í tilefni af því að 150 ár eru á þessu ári liðin frá stofnun búnaðarfélagsskapar á íslandi verður ýmislegt gert til hátíðabrigða. Þar ber hæst að efnt verður til landbúnaðarsýningar í Víðidal í Reykjavík en þar er nú að rísa Reiðhöll sem hýsa mun aðalsýninguna. Sú sýning mun standa dagana 14.-23. ágúst. Kjörorð sýningarinnar verður: Máttur lífs og moldar. Út kemur saga Búnaðarfélagsins með höf- uðáherslu á síðustu hálfa öld en á aldarafmæli félagsins, árið 1937, komu út tvær bækur um sögu þess eftir þá Þorkel Jóhannesson pró- fessor og Sigurð Sigurðsson búnaðarmála- stjóra. Þá má nefna að efnt verður til ritgerðar- samkeppni bæði í grunnskólum landsins og framhaldsskólum um íslenskan landbúnað, stöðu hans og hlutverk. Er þá margt ótalið sem gert verður til hátíðarbrigða. Tilvera sjálfstæðrar þjóðar á íslandi hvílir m.a. á að landbúnaður sé hér stundaður. Á þeim erfiðleikatímum sem nú ganga yfir ís- lenskan landbúnað, sem eru hinir sömu og ganga yfir þau lönd sem sambærileg eru íslandi, er full þörf á að kynna stöðu hans og styrk, og efla skilning á hlutverki hans. M.E. Freyr 135

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.