Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 37

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 37
Danskir rannsóknamenn frá fjór- um ráðuneytum vilja að bændur í Danmörku dragi stórlega úr notk- un fosfóráburðar og muni það ekki hafa áhrif á uppskeru. Astæðan fyrir þessu er sú, segja þeir, að á þessari öld hefur verið dreift meiri fosfór á ræktarland í Danmörku en plöntur geta hag- nýtt sér. Telja vísindamennirnir að landbúnaðurinn eigi að nota þann fosfór sem geymdur er í jarðvegi fremur en að halda áfram að bera á fosfóráburð í viðbót og eiga á hættu að hann skolist burtu og mengi ár og vötn. Þetta kom fram á fundi í Foul- um tilraunastöðinni við Viborg nýlega þar sem 50 sérfræðingar frá fjórum ráðuneytum ræddu áburð- armál og mengun. Mengun í vötnum og meðfram ströndum er orðið meiriháttar vandamál í Dan- mörku og bændur þessa þéttbýla og þrautræktaða lands eiga mesta sök á því hvernig komið er, m. a. með mikilli áburðarnotkun. Áður var fosfór í áburði ekki talinn til vandræða í Danmörku, gagnstætt köfnunarefni, en nú eru menn komnir á aðra skoðun. Rannsóknir dönsku vistfræði- stofnunarinnar hafa leitt í ljós að ólífrænt fosfórmagn í lindarvatni frá ræktuðu landi er mörgum sinn- um meira en fosfór í vatni frá svæðum þar sem er enginn land- búnaður. Niðurstöðurnar benda til þess að umframfosfór úr áburði bindist ekki ailir í jarðvegi eins og menn hafa talið hingað til, heldur skolist hluti af þeim fosfóráburði sem er notaður í landbúnaði út í ár og vötn og stuðli að lokum að meng- un í sjó. Fundurinn í Foulum er talinn hafa leitt í ljós að þörf sé á miklu meiri rannsóknum á þessu sviði (Heimild: Information.)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.