Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 12
Einar E. Gíslason Syðra-Skörðugili Heimskulegar ályktanir fara alltaf í taugamar á mér, ef þær koma frá öðrum, segir Ágúst á Sauðanesi. Svar við grein er birtist í 23 tbl. Freys 1986. Þessi ályktun sem fór svo fyrir brjóstið á Ágústi kom fram á aðalfundi Samtaka sauðfjárbœnda í haust og varðar kjötmatið, en kveikjan að henni kom upprunalega frá Skagfirðingum. Til hvers erum við að framleiða kjöt eða önnur matvæli? Er það ekki til að geta selt þessa vöru og lifað af því? Hvaða tilgangi þjónar að framleiða vöru, þó að við bændur teljum hana góða, ef fáir vilja kaupa? Við bændur verðum að aðlaga framleiðslu okkar að markaðnum hverju sinni, því að það er neytandinn sem ræður hvað hann borðar, en ekki við. Það sem hefur mest áhrif á það val er, í fyrsta lagi verðið, í öðru lagi ýmiss konar áróður lækna og matvælafræðinga um þá hættu sem fólki stafar af neyslu fituríkrar fæðu og í þriðja lagi gæðin. Áróð- urinn á móti dilkakjötinu hefur allur beinst að því, að það sé of feitt og of dýrt, því að svo mikilli fitu þarf að henda, en um bragð- gæðin efast fáir. Til þess að hægt sé að selja dilkakjötið þarf að fituhreinsa það í kjötvinnslunum og gera úr því bragðgóða, hita- einingasnauða rétti úr vöðvunum í neytendapakkningar. Til þess að það sé hægt verður að verðfella feitasta kjötið, annars getur kjöt- vinnslan ekki orðið samkeppnis- fær um verðið á markaðinum og fer hún þá að kaupa fitusnauðara kjöt til að vinna úr. Á þessum markaði er mikið framboð og við keppum við há- þróaðar kjötframleiðslugreinar sem sumar hverjar framleiða úr innfluttu og niðurgreiddu hráefni. Það verður því að taka á þessu vandamáli og ég fagna því, að það skuli hafa verið gert. Reynslan í haust sýnir að réttlætanlegt sé að skipta O flokknum í tvennt eftir fitumagni og verðfella miklu meira það kjöt sem komið er með 15 mm fitulag eða meira á síðu. Það sem ég er hins vegar ekki ánægður með, eða aðrir bændur hér um slóðir, er sú meðferð sem þessi flokkur hefur hlotið í verð- lagsákvörðun Fimmmannanefnd- ar. í haust var þetta verðfellt um 11,5% til bænda, frá I. flokki, en í heildsölu er aðeins 8% verðmunur á þessu kjöti, en það er of lítill munur til þess að kjötvinnslan sjái sér hag í að vinna það og tekur því heldur I flokkinn til vinnslu, þar sem búið er að tína allt feita kjötið úr. Hér er lágmarkið að þessi 11,5% verðmunur haldist til heildsölunnar, og þarf að verða meiri. Fimmmannanefnd hefði átt, strax í haust, að gera tillögur um að niðurgreiðslur á þetta kjöt yrðu meiri en á I. flokk, svo að við sitjum ekki uppi með það allt næsta haust, ennþá gætu þeir séð að sér. Afleiðingarnar af þessari verðfellingu voru okkur sem sömdum tillöguna að mestu ljósar fyrir. Við verðum að líta lengra fram og ósk okkar allra, sem framleiðum dilkakjöt er, að það seljist og haldi hlut sínum á mark- aðnum, því var þetta óumflýan- legt. Sveitir sem hafa mikil land- gæði verða ekki síður en aðrar að laga sig að markaðnum, en það varðar líf þeirra og það er hægt með ýmsu móti. Til hvers eru þessi landgæði fyrir sauðfjárbændur ef kjötið selst ekki vegna ónógrar skipu- 140 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.