Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 11
Kornsá í Vatnsdal. Ibúðarhús reist eftir teikningu gerðri á Byggingastofnun landbúnaðarins árið 1979. Myndin erfrá árinu 1981. Hvemig er háttað sambandi ykkar við byggingafulltrúa í sveitunum? Fram til ársins 1979 kostaði Stofnlánadeildin störf þeirra að hálfu leyti. Nú er byggingaeftilitið hins vegar alveg í höndum sveitar- félaganna en Byggingastofnunin sér um undirbúningsþjónustu og við höfum 10 menn í hlutastörfum hér og þar um landið, til að sinna henni. Segja má að þeir starfi á svipuðum grundvelli og hérðsráð- unautar. í raun og veru erum við hér í Reykjavík kannski fyrst og fremst hönnuðir, þeir leiðbein- endur. Hefur samdrátturmn í hinum hefðbundnu búgreinum og horfumar í þeim efnum orðið til þess að minnka eitthvað vinnuálagið á ykkur? Það mætti nú halda, en sú hefur samt ekki orðið raunin. Að vísu hefur dregið úr nýbygginum fjósa og fjárhúsa en meiri áhersla aftur á móti lögð á það að endurbæta gamlar byggingar. Vinna við slíkar breytingar getur verið býsna tíma- frek, því að reynt er að samræma Stafsmannahús graskögglaverksmiðjunnar það, að breytingarnar feli í sér sem mestar umbætur og hagræð- ingu en verði þó ekki af dýrar. Þá hafa og komið til, einkum á hinum síðustu árum, byggingar vegna hinna nýju búgreina, sem í vaxandi mæli ryðja sér til rúms. Er þar þá um að ræða hús yfir svín, refi, minka, kanínur o.fl. Það er því síður en svo minna að gera hjá byggingastofnuninni en áður. Hvað vinna margir hjá Byggingastofnuninni? í Flatey í Austur-Skaftafellssýslu. Hér í höfuðstöðvunum, ef þannig má taka til orða, vinna átta menn. Af þeim vinna þrír að aðalteikn- ingum, tveir eru í burðarvirkjum, einn sinnir kostnaðarþættinum og sér um þróunarstarfsemina, einn um almenna afgreiðslu og svo er ég sá áttundi. Ég er arkitekt að menntun, en það hefur komið í minn hlut að mestu að sinna þörf- um Stofnlánadeildarinnar, svo að ég er kannski orðin fyrst og fremst bara skrifstofuþræll. Frh. á bls. 141 Freyr 139

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.