Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 7
Magnsamningur til fjögurra ára Hinn 20. mars sl. var undirritaður samningur ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda um magn mjólkur og sauðfjárafurða sem ríkissjóður greiðir fullu verði verðlagsárin 1988/’89, 1989/’90, 1990/’91 og 1991/’92. Á þessu tímabili tekur ríkissjóður verðábyrgð á 11 þúsund tonnum af kindakjöti hvert verð- lagsár sem er sama magn og hann ábyrgist fullt verð fyrir á næsta verðlagsári, 1987/’88, en þá ábyrgist Framleiðnisjóður að auki verð á 800 tonnum. í þessum samningi er gert ráð fyrir 9000 tonna innanlandssölu á hverju verðlagsári. Verði hins vegar innanlandssala á verðlagsár- inu 1990/’91 meiri en 9000 tonn skal verðá- byrgð ríkissjóðs á verðlagsárinu 1991/92 aukast um V3 hluta þess sem neyslan verður meiri en 9000 tonn, þó með því skilyrði að innanlandssalan á þremur verðlagsárum á undan 1987/’88,1988/’89 og 1989/’90 verði alls ekki minni en 27.500 tonn. Fari hins vegar svo að innanlandsneysla kindakjöts á verðlagsárinum 1988/’91 verði minna en 80% af umsömdu framleiðslu- magni, þ.e. undir 8.800 tonnum, skulu aðilar í lok hvers verðlagsárs beita sér fyrir leigu eða kaupum á fullvirðisrétti sem nemur því sem munar. Aðgerðir vegna riðuveiki eru utan við þessa áætlun. Það kindakjöt sem verðábyrgð er á minnkar um þann fullvirðisrétt sem er á býlum þar sem fé er fargað vegna riðuveiki með fjárstuðningi ríkissjóðs. Þegar fjárbú- skapur er aftur hafinn á viðkomandi býlum gengur fullvirðisréttur þeirra aftur í gildi. Verðábyrgð ríkssjóðs á mjólk á umræddum fjórum verðlagsárum verður eftirfarandi: Á verðlagsárinu 1988/’89 verður hún 103 milljón lítrar en öll hin verðlagsárin, 1989/’90, 1990/ ’91 og 1991/’91 verður hún 104 milljón lítrar hvert verðlagsár. Til samanburðar má geta þess að verðlagsárið 1987/’88 var verðábyrgð ríkissjóðs 102 milljón lítrar auk þess sem Framleiðnisjóður ábyrgist verð á þremur milljón lítrum. Eins og verðábyrgð ríkissjóðs á sauðfjáraf- urðum, breytist verðábyrgð á mjólk þannig ár hvert að fari samanlögð innanlandsneysla næstu tveggja verðlagsára á undan fram úr áætlun búvörusamnings, skal verðábyrgð ríkissjóðs aukast um % hluta þess sem neyslan jókst. Á þeim byltningartímum sem gengið hafa yfir íslenskan landbúnað undanfarin ár hefur það verið einn mesti ásteytingarsteinn bænda að þau fyrirmæli, sem þeim hefur verið gert að hlíta, hafa tekið örum breytingum og komið mörgum bændum í opna skjöldu. Má þar minna á ýmsar ákvarðanir um skerðingu á greiðslum fyrir mjólk og sauðfjárafurðir. Pað er því mikið fagnaðarefni að nú skuli hafa verið gerður samningur um verðábyrgð allt til ágústloka árið 1992 eða rúmlega fimm ár fram í tímann. Með því gefst bændum kostur á að skipuleggja búrekstur sinn, en óvíða er meiri þörf á langtíma skipulagningu en í búrekstri. Sem dæmi má nefna að sá áburður sem keyptur er á þessu voru, 1987, skilar sér í sauðfjárinnleggi haustið 1988 og enn lengri tíma tekur að fá afrakstur af ásetningsgimbr- um haustið 1988. Það vekur athygli að á þeim magnsamningi sem nú hefur verið gerður er varnagli um að verðábyrgð á kindakjöti minnki ef innan- landsneysla fer niður fyrir ákveðið mark. Fyrir liggur að kindakjötsneysla hér á landi hefur dregist saman um 6 kg á mann frá verð- lagsárinu 1982/’83 til verðlagsárins 1985/’86, eða úr 44 í 38 kg á mann. Sá samdráttur nemur nálægt 14% á þremur árum, eða um 1450 tonnum í árssölu á kindakjöti. í magnsamningi ríkisstjórnarinnar og Stétt- arsambands bænda er eygður sá möguleiki að innanlandsneysla á kindakjöti eigi enn eftir að dragast verulega saman. Áríðandi er að allir hlutaðeigandi framleiðendur jafnt og ríkis- valdið, leggist á eitt um að það gangi ekki eftir. M.E. Freyr 255

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.