Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 16
vorin. Gætið ykkar á kjarn- fóðurgjöf að vetrarlagi. Fé sem steist inn á tún/grænfóður getur einnig komist í hættu. Sterk fóðr- un, þótt jöfn þyki, er ávallt vara- söm. Eggjahvíturíkt og/eða orku- ríkt fóður er varasamt. Sömuleiðis að skepnan éti mikið í einu. í mínu dýralæknisumdæmi er algengt að bændur missi úr garnapest kindur sem eru á gróffóðri eingöngu. Þó svo að kjarnfóður sparist væntan- lega við bætt gæði gróffóðurs er betra að minnast þess að t.d. þurr- hey sem ekki þarf nema 1,2 — 1,5 kg af í fóðureiningun, er býsna kraftmikið fóður. Fyrirbyggjandi aðgerðir. Forðist allar snöggar fóð- urbreytingar, sérstaklega þær sem eru til hins betra (sjá kaflann hér á undan). Minnumst þess að sauðfé sem gefið er inni er yfirleitt hóp- fóðrað. Þannig getur kind sem fær meðalfóður nokkra daga fengið af tilviljun kraftmeira fóður næstu daga. Ekki síst er fóðurbætisát breytilegt á milli daga. Auðveld- ara er að halda jafnri fóðurbætis- gjöf fyrir kýrnar. Á mestu hættu- svæðum garnapestar er hugsanlegt að fóðra sér dugmestu og vænstu líflömbin til þess að passa að þau fái hóflegt fóður. Bólusetningar og sermismeðhöndlun. Ráðfærið ykkur við dýralækna ykkar. Hafa ber í huga að nokkrir dagar líða frá bólusetningu þar til að mótefnamyndun eykst í skepn- unni. Einkenni. Oftast líða nokkrir dagar frá því sjúkdómurinn er leystur úr læð- ingi, ef þannig má að orði komast, þar til að fyrstu einkenni koma fram. Eiturefnamyndunin á sér aðallega stað í mjógörn, eins og áður sagði, en ekki í vömb eða vinstur. Meðal fyrri einkenna veikinnar má nefna átleysi, slappleika, sljó- leika, þembu og stundum skitu. Líkamshiti hækkar oft nokkuð til að byrja með en lækkar síðan. Vegna bjúgs í lungum er andar- dráttur nokkuð ör og froða (e.t.v. blóð einnig) sést oft um vitin þeg- ar á veikina líður. Meðal seinni einkenna má nefna krampa, sprikl og tanna- gnístur. Hausreigingur sést oft. F>að dregur smám saman af kind- inni og sjálfsagt er að stytta henni aldur ef sýnt þykir að kindin muni drepast. En mjög algengt er að finna kindurnar dauðar þannig að sjúkdómseinkenni fara þá fram hjá mönnum. Lækning. Hingað til hafa garnapestartil- felli reynst illlæknandi. Hafi mað- ur grun um að kind sé veik af garnapest er reynandi að gefa stóran skammt af garnapestar- sermi, fúkalyf og gefa e.t.v. paraffínolíu eða aðra heppilega olíu til þess að betur gangi niður af kindinni. Varist fjölþykktarolíu, hún er mjög varasöm. Nái kindin sér aftur þá er um leið erfitt að vita hvort það var raunverulega garnapest að henni því að nefnd meðhöndlun er venjulega árangursrík við vægari meltingartruflunum, bólgum í meltingarvegi og jafnvel fleiri sjúkdómum. Sjálfsagt er að reyna meðhöndlun þar sem ekki er auðvelt að vera viss um að garna- pest, eða annað illlæknandi, sé að ræða. Krufningseinkennin og e.t.v. nánari athugun á rann- sóknarstofu er nefnilega einasta sönnunin fyrir því að um garna- pest hafi verið að ræða. Sé talið að kind hafi drepist þá þarf strax að huga að öðrum kindum til þess að reyna að koma í veg fyrir að fleiri drepist. Minnka þarf fóðrun og e.t.v. breyta samsetningu dálítið þ.á m. auka innihald af tréni. Reyna má fyrirbyggjandi sermis- gjöf, t.d. í vænni kindur. Hafa skal dýralækni með í ráðum við val á meðhöndlun (ef það er reynt), fyrirbyggjandi að- gerðum og ekki síst krufningum til þess að reyna að fá úr því skorið hvert banameinið var. Af gefnu tilefni skal tekið fram að sé um fóðurbætisofát að ræða ber strax að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn því að skepnan veikist og ber þá ekki aðeins að hafa garnapest í huga heldur einnig hina auknu sýrumyndun í maga skepnunnar sem yfirleitt á sér stað í kjölfarið á fóðurbætis- ofáti. Þessi aukna sýrumyndun getur hæglega dregið skepnuna til dauða og ber strax að hafa sam- band við dýralækni um meðhöndl- un og taka ber þá fram hve langt er um liðið síðan skepnan komst í fóðurbætinn. Þetta gildir einnig fyrir önnur húsdýr sem éta of mikið af fóðurbæti í einu. Krufningar. Ég ætla aðeins að nefna nokkur atriði varðandi krufningseinkenni og krufningar. Mikilvægt er að kryfja hræ áður en það hefur legið of lengi vegna þess að rotnun torveldar túlkun á líffærabreyting- um og hræ af garnapestarskepnum rotna fljótt (bráðapestar- og lambablóðsóttarhræ einnig). Gamapestarhræ eru fljót að þembast upp. Ég reyni, ef unnt er, að kryfja hræ af óbólusettum skepnum nokkrum klst. eftir dauðann en ef skepnan telst bólu- sett læt ég hræið bíða lengur. Stundum veit maður ekki hvenær skepnan drapst en hægt er að reyna að meta það hve rotnun er langt gengin. Breytingar á hjarta og nýrum eru oftast áberandi en ef sýni em send á rannsóknarstofu þarf helst að senda hausinn og allt innan úr kindinni. Nokkur orð um ónæmisaðgerðir. Ég tel eðlilegt að bólusetja að hausti gegn bráðapest, garnapest og stífkrampa. Slíkt bóluefni þyrfti að vera samsett (fjölvirkt) og vera blandað hjálparefnum (adjuvans) til þess að styrkja svörun líkamans og láta ónæmið um leið endast lengur. 264 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.