Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 24
Bygg og rýgresi slegið í vothey með sláttuþyrlu. Sláttuþyrlan erstillt þannig að flagið er
loðslegið. (Ljósm. Ólafur Eggertsson.).
betur. Þó að storm geri eftir sán-
ingu, eru hverfandi líkur á að
grasfræ og önnur létt fræ fjúki
burt. Við það að raðsá á sólar-
ljósið mun greiðari leið að jarð-
veginum og mikilvægt er að láta
raðirnar snúa í norður-suður. Þeg-
ar sól er í suðri og þá heitast, nær
hún að komast nær óhindrað að
moldinni og hita hana upp, einnig
þó að kornið sé orðið verulega
vaxið.
Sáðtími hefur farið nokkuð eftir
tíðarfari, en reynt er að sá korninu
í síðustu viku apríl. Þá er oft þurrt
veður og legg ég áherslu á að
vinna flögin þegar þurrt er, annars
verður moldin þung, ef hún er
blaut, og sáning verður ekki eins
vönduð.
Ekki má valta flagið eftir rign-
ingu. Við það þjappast jarðvegur-
inn allt of mikið og lokast þannig
að loftið nær ekkert að leika um
efstu lögin. Svo þegar þornar til
verður þetta hart sem steypa.
Þegar flagið hefur verið herfað
og sléttað, hef ég dreift skelja-
sandinum, síðan sáð korninu og
þá grasfræi, sé því lokað. Því næst
er borinn á áburður. Ég hef notað
bæði Græði 1 og Græði 5, þann
fyrrnefnda fyrstu 2 árin í flag, en
Græði 5 síðasta árið. Þegar flaginu
er lokað, er áburðarmagnið svona
10—12 pokar á ha. Eftir ca. mán-
uð frá sáningu sér maður nokkurn
veginn hvort það vantar meiri
áburð, en þá er kornið orði um 10
cm á hæð. Gulnar það þá og er þá
farið með aukaskammt af áburði,
oftast Magna 26—14, 2 til 3 poka
á ha. Jafnar það sig þá.
Um miðjan júní hefur verið
úðað með „Herbatox“ í þau flög,
sem maður hefur séð á að ætlar að
verða illgresi í. Það er gulbrá
(hlaðkolla), sem er hér mesta ill-
gresið. Hún er helst í flögum eftir
tveggja ára notkun. Verið er að
gera tilraunir með notkun ýmissa
eiturefna á gulbrána og vona ég að
það takist á næsta ári. Gulbrá
veldur ávallt nokkrum skaða hér í
ökrunum og hefur jafnvel kæft
bæði kornið og grasið.
Ég tel að það þurfi að gera
verulegt átak í að kynna bændum
kosti raðsáðvéla, en þær eru nær
óþekktar hér á landi enn sem
komið er. Þær hafa verið notaðar
á tilraunastöðvum og einnig hjá
graskögglaverksmiðjum. Þessar
vélar eru mikið notaðar erlendis
og hafa verið til mjög Iengi. Vélar
þessar eru ekki mjög dýrar en
hægt er að fá þær í mörgum stærð-
um. Vél, sem 3 til 5 bændur ættu
saman eða búnaðarfélag, kostar
álíka mikið og 2 áburðardreifarar,
svo að dæmi sé tekið.
Uppskera
Kornið er slegið um miðjan sept-
ember og hefur það náð þroska á
5 mánuðum í flestum árum, enda
ekki ráðlegt að láta það standa
lengur, þar sem hætta er á
stormum.
Við höfum nær alltaf verið með
Mari-bygg, en það stendur af sér
10 til 11 vindstig. Þegar kornið er
slegið hefur grasið vaxið um 10 til
15 cm, en í þeirri hæð slær þreski-
vélin kornið. Verður þá þessi
stubbur eftir, en það er til bóta.
Grasið verst betur yfir veturinn,
þvf að það sest snjór í hálminn og
ver því grasið gegn frostum og
skafbyl. Næsta vor er svo borið á
þessa nýrækt í byrjun maí og
slegið um 25. júní og aftur í ágúst,
seinni slátt. Borið er á milli slátta
og ekki beitt næstu 2 árin.
Ég vil nefna það hér að í sam-
bandi við að þegar nýrækt er
slegin í fyrsta sinn, er mikilvægt að
slá ekki nærri rót heldur hafa
sláttuvélina vel upplagða. Annars
á maður á hættu að skemma við-
kvæma rótarmyndun grassins og
einnig verður endurspretta mun
seinni. Nú eru komnar á markað-
inn sláttuþyrlur, sem eru með still-
anlegum landdiskum allt að 6 cm.
í sumar keyptum við eina slíka og
varð ég var við að endurspretta
varð mun betri. Ég loðsló þau
stykki, sem ég tvísló. Þá er Ííka
minni hætta á að fá mold eða
önnur óhreinindi úr jarðveginum
saman við heyið. Þetta á sérstak-
lega við þegar heyjað er í vothey.
En ef slík óhreinindi lenda saman
við, getur verkunin orðið verulega
slæm, þar sem í heyið berast
óæskilegar bakteríur.
Á Þorvaldseyri hefur votheys-
verkun verð aðalheyverkunarað-
ferðin í mörg ár og höfum við
komist að því, að það verður að
hafa úrvals gras til þess að verka
gott vothey.
Grasið er slegið og hirt beint í
272 Freyr