Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 12
um sem bjuggu á svæöum þar sem ástæða er til fækkunar af gróður- verndarástæðum. Mér vintanlega notfærði sér aðeins einn bóndi þessa aukagreiðslu. Það verða að koma til auknar aðgerðir til þess að tryggja að fækkun sauðfjár og búskap yfirleitt verði hagað í samræmi við landgæði. Það má gera með fyrrnefndri aðgerð og svo með því að tryggja nýja tekju- öflun fyrir þá bændur sérstaklega sem draga úr sauðfjárrækt á við- kvæmum svæðum. Núverandi ástand gerir þær kröfur að mörk- uð verði atvinnustefna sem tryggi búsetu í dreifbýli landsins í sam- ræmi við landgæði. Hvernig er svo ástatt um stöðv- un á eyðingu jarðvegs og gróðurs? Þar eru mér tvö atriði efst í huga. Annað er það að árið 1974 tók gildi Landgræðsluáætlun I fyrir árin 1974-79 eða þjóðargjöfin svokallaða. Fjárveitingar sem veittar voru samkvæmt þeirri áætl- un ullu tímamótum í starfsemi Landgræðslunnar. Þá jókst land- græðslustarfið en höfuðáhersla var eftir sem áður lögð á að stöðva hraðfara gróður- og jarðvegs- eyðingu í byggð með friðun og uppgræðslu. Áburðarflugvélin Páll Sveinsson var tekin í notkun um þetta leyti. Þá var virkilega snúið vörn í sókn í gróðurreikningi þjóðarinnar. Nú horfir málið að vísu savolítið verr við. Land- græðsluáætlun II tók gildi árið 1982 en framkvæmdagildi hennar er aðeins fjórðungur fyrri áætlun- ar og hinn eiginlegi fjárlagaliður Landgræðslunnar hefur rýrnað mjög í verðbólgubálinu. Helstu verkefni á sl. ázi. Á árinu var lokið við land- græðslugirðingu í samvinnu við Búðahrepp í Suður-Múlasýslu. Ennfremur var girt 15 km raf- magnsgirðing um Skógey í Horna- firði sem friðaði u.þ.b. fjögur þús- und hektara lands. Þar var um- fangsmesta landgræðslustarfið á árinu. Grasfræi var sáð í fjögur hundruð hektara lands og miklar framkvæmdir voru við fyrirhleðsl- ur og varnargarða. Einnig var girt 8 km rafmagnsgirðing við Krákár- botna í Skútustaðarhreppi og unn- ið þar að landgræðslu í samvinnu við Landsvirkjun, Skútustaða- hrepp og veiðifélögin við Laxá. Þetta er geysivíðáttumikið sand- fokssvæði. Sandur berst þaðan í Kráká og í Laxá í Aðaldal og veldur miklu sliti á hverflum Lax- árvirkjunnar og eyðileggur mörg hrygningarsvæði í ánni. í lögum um landbrot af völdum fallvatna er Landgræðslunni falin yfirumsjón þessa málaflokks, en ár og lækir valda oft miklu tjóni á grónu landi. Verulegt samstarf hefur verið við nokkrar sveitar- stjórnir um þessi mál. Fleiri þyrftu þó að vera virkari á þessu sviði, þar sem slíkar gróðurskemmdir snerta oft á tíðum miklu fleiri en viðkomandi landeigendur. Frh. á nœstu síðu. 260 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.