Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 25
Proskað bygg á Þorvaldseyri haustið 1986. (Ljósm. Ólafur Eggertsson).
tumana. Við höfum mjög sjaldan
tækifæri til þess að forþurrka það.
Með söxun og notkun á íblöndun-
arefninu „Kofasalt" höfum við
fengið úrvalsfóður og eftir efna-
greiningu hefur votheyið verið
með 1,4—1,6 kg í FE miðað við
85% þurrefni og sýrustigið ávallt
pH 3,4—3,8.
Síðastliðin tvö sumur hefur
kornræktin verið mjög hagstæð,
hvað tíðarfar varðar og hafa feng-
ist um 3 tonnaf ha af vel þroskuðu
korni. Stórólfsvallabúið á Hvols-
velli hefur blandað og kögglað
fyrir okkur ágæta blöndu fyrir kýr.
Innihaldið er sem hér segir: 60%
bygg, 20% fiskimjöl, 10%
grasmjöl, 5% sykur, 3% magnesi-
um, 2% þangmjöl eða 60%
heimaaflað, 92% íslenskt. Þetta er
hápróteinblanda sem hentar með
votheysgjöf og hefur hún komið
mjög vel út, lítið um súrdoða og
kýrnar yfirleitt hraustar og mjólka
ágætlega.
Ég tel að það verði að hugsa um
endurræktun á eldri túnum í mun
ríkari mæli en gert er, vegna þess
að það þarf að fá sem mest upp af
hverjum ha. Þá þarf að vera með
góðar grastegundir, sem eru upp-
skerumiklar og gefa næringarríkt
fóður. Bændur þurfa að leggja
áherslu á þennan þátt núna, að
bæta heimafengið fóður sem mest
og spara aðfengið fóður. Það hef-
ur sýnt sig að með bættum heyjum
má draga mjög úr kjarnfóðurgjöf.
Nú er mjög hagstætt að endur-
Kálfluga.
Frh. afbls. 278.
Þegar þeir reitir sem voru með-
höndlaðir við 300 daggráður voru
athugaðir að hausti kom í ljós að
mun færri kálflugupúpur reyndust
vera í þeim en þeim reitum sem
fengu hefðbundna meðhöndlun
(sjá mynd). Sömuleiðis voru
skemmdir í rófu minni og rófna-
uppskera meiri úr þessum reitum.
Athuganir á varpi kálflugunnar
sýndu líka að þessi eitrun kom rétt
fyrir aðalhámark varps. Varp
rækta gömlu túnin, þar sem
jarðræktarframlagið hefur verið
hækkað á endurræktun.
Þá er það mjög góð þróun, sem
hefur orðið síðustu ár í aukningu á
votheysverkun. Ég held að það sé
einmitt sá þáttur, sem bændur
þurfa að huga að, þegar þeir vilja
bæta heyverkunina. Pað er ekki
spurning að votheyið er alltaf
ódýrasta fóðrið. Þeim samdrætti,
sem verið hefur í hefðbundnum
búgreinum, gætu menn mætt að
einhverju leyti með bættum
heyjum og sparað með því aðföng.
En það sem gerir þessa þróun
hægari, er lágt verð á erlendu
kjarnfóðri og það er ekki skrýtið,
þó að menn spyrji sjálfa sig að því
hófst ekki að marki fyrr en við 220
daggráður og hámark varps var
við 356 daggráður, sem er í góðu
samræmi við tölur byggðar á rann-
sóknum Ingólfs Davíðssonar.
Rannsóknir þessar sýna mikil-
vægi þess að þekkja vel til lífshátta
og lífsferla þeirra skaðvalda sem
við er að etja og velja eitrunartíma
með hliðsjón af því. Rétt er þó að
geta þess að margir rófnaræktend-
ur nota kornað eitur með langan
verkunartíma og fella það niður
við sáningu.
hvort sé hagkvæmara að endur-
rækta og tryggja góða verkun
heyjanna eða kaupa fóðrið af er-
lendum bændum. Þetta á einnig
við um kornræktina. Það má
náttúrulega reikna dæmið á þann
hátt að þetta borgi sig alls ekki.
En staðreyndin er nú samt sú og
reynslan hefur sannað það, að á
vissum svæðum á landinu má
rækta korn og fá ágæta uppskeru.
En á meðan lágt heimsmarkaðs-
verð helst á kornvörum, verður
kornrækt hér á landi ekki stunduð
nema í smáum stíl og þá sem
hliðarbúgrein hjá bændum.
Kemdur hún þá til dæmis vel út
við endurræktun túna.
Síðar á árinu verður gefið út
fjölrit sem fjalla mun um kálflug-
una og fyrrgreindar rannsóknir á
henni. Quðmundur Halldórsson
Mýkjandi krem
Sel mýkjandi krem sem
auðveldar alla fæðingar-
hjálp hjá ám og kúm.
Diðrik Jóhannsson
Hvanneyri
Símar 93-7020 og 93-7029
Freyr 273