Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 22
Ráðunautafundur 1987 Ólafur Eggertsson, bóndi, Þorvaldseyri Sáðskipti með komi — heimaaflað fóður Nú eru um 25 ár síðan farið var að rœkta korn á Þorvaldseyri. Fjóltlega kom í Ijós að gott var að sá grasfrœi með korninu, þegarflagi var lokað. Sparaðistþá líka heilt ár, þar sem uppskera mátti gras árið eftir. Ólafur Eggertsson. Besta landið var ávallt valið til ræktunar, en víðast eru þetta upp- þurrkaðar mýrar. Grafa þurfti landi með 100 m millibili, en við það þornaði það vel. Grófur aur eða möl er undir, víðast hvar á u.þ.b. 50—70 cm dýpi. Við að djúpplægja og bylta landinu og láta það liggja í strengjum í eitt ár, þornaði það fljótt og vel. Eftir 1— 2 ár var síðan sáð korni fyrstu árin í flagið og var það plægt og herfað ár hvert og sléttað, en við það seig það og jafnaði sig. Eftir þriggja ára notkun með korni, er flaginu lokað og þá sáð saman korni og grasfræi. Jarðvinnsla í allmörg ár hefum við stundað sáðskipti með korni. Hefur þá verið plægt upp tún á hverju ári og lokað öðru, sem búið er að hafa korn í, en venjan er að sá grasfræi með korninu þriðja árið. Tún, þar sem verið er með sáðgras, hafa verið plægð upp á 6—10 ára fresti, en eftir 5—7 ár hefur vallar- foxgrasið minnkað verulega. Nú síðari árin hef ég notað grasfræ- blöndu A, en hún er með 55% vallarfoxgrasi. Mér finnst það koma betur út vegna þess að það eru þá túnvingull og vallar- sveifgras, sem verða eftir þegar vallarfoxgrasið minnkar. Þá hef ég beitt þessi tún síðustu árin áður en þau eru plægð upp. Mér hefur fundist vilja koma alls konar ann- ar gróður, sem er hálfgert illgresi, þegar ég hef sáð eingöngu vallar- foxgrasi. En vallarfoxgras ein- göngu er sennilega besta grasið til þess að verka í vothey. Það höfum við gert lengi og líkað mjög vel. Þau tún, sem eru eingöngu með vallarfoxgrasi eru alfriðuð, en tún með grasfræblöndu eru friðuð fyrstu 1—2 árin. Þau eru léttbeitt á haustin og þá nær eingöngu sem há handa kúm. Við plægingu á túni, sem tekið er til endurræktunar, er notaður Kornakur plœgður á Porvaldseyri árið 1986 með 13 þumlunga akurplóg. (Ljósm. Ólafur Eggertsson). 270 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.