Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 13
Skinn af unglömbum Frá Skinnaiðnaði Sambandsins á Akureyri. Sútaðar gœrur strengdar á grind til þurrkunar. (Ljósm. M. E.). Á hverju vori deyr allt að 5% unglamba af ýmsum orsökum. Að jafnaði eru hræin dysjuð og eru almennt álitin verðlaus. Víða erlendis eru skinn þessi hirt og reynt að súta þau annað hvort sem mokkaskinn, eða þá í pelsskinn. Hér á landi hefur und- anfarin ár ekki verið hirt um að reyna þetta. Sé grannt skoðað virðist ekkert því til fyrirstöðu að gera tilraun til þess að fá bændur til að hirða þessi skinn. Skinnaiðnaður Sam- bandsins er reiðubúinn til þess að gera tilraun í þessa átt með bænd- um. Flestir bændur þekkja vel hvernig framkvæma á fyrirristu og fláningu. Síðan er nauðsynlegt að breiða skinnið vel og salta, til að hindra rot og ofþornun. Við erum reiðubúnir til að greiða 100 kr. fyrir heilt skinn afhent í kaupfélag. Við munum síðan hafa samband við kaupfé- lögin um flutning skinnanna til okkar. Almenningur styður ... Frh. af síðustu síðu. í hverri sýslu á landinu er mats- nefnd sem í eiga sæti héraðsráðu- nautur og umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins. Á vegum þessara matsnefnda er árlega unn- ið við fyrirhleðslu í 30-40 ám á landinu en á þessu ári er ætlað að verja 12,5 milljónum króna til þessa verkefnis. Afstaða almennings til land- græðslumála hefur verið mjög já- kvæð á undanförnum árum og hvatning hefur komið um aukið starf. Skortur á fjármagni hefur þó alla tíð sniðið starfseminni of þröngan stakk. Sá árangur, sem náðst hefur í landgræðslustarfinu á síðustu árum, hlýtur að hvetja menn til nýrra dáða og stærri átaka í land- græðslu- og gróðurverndarmálum á næstu árum. Það er von okkar, að bændur sýni máli þessu áhuga og bregðist vel við. Sé þörf frekari upplýsinga eru bændur beðnir að snúa sér til Guðmundar Loga Lárussonar hjá Skinnaiðnaði, Akureyri, sími 96- Frá því árið 1979 hefur fyrirtækið G. Olafsson hf. staðið fyrir blóð- söfnun úr fylfullum hryssum, í samvinnu við Félag hrossabænda. Síðastliðið sumar voru prófaðar 913 hryssur en blóð tekið úr 757 hryssum, alls 18.927 ltr. Verð fyrir fulla blóðtöku úr hryssu var kr. 2.730 og er það 30% hækkun frá fyrra ári. Greiðslur til bænda voru hátt í 2,5 millj. kr. en af því greiðir G. Ólafsson hf. 1% til Félags hrossabænda. Aukning blóðtök- unnar í ár var um 10% og er gert ráð fyrir að aukningin verði ekki minni á næsta ári, fremur meiri. Fullvinnsla blóðsins og sala horm- ónsins PMSG er hafin og lofar góðu. Vegna markaðsöflunnar varð að koma á fót nýju fyrirtæki fyrir framleiðsluna. Reyndist það kosta 21900, og mun hann veita frekari upplýsingar. Örn Gústafsson Forstöðumaður Skinnaiðnaðar Sambandsins Akureyri. 50 millj. kr. og er þungur baggi þar sem lánsmöguleikar voru mjög takmarkaðir. Og ekki bætti úr skák, að Rannsóknarráð ríkis- ins, sem eðlilegt sýnist að styðji svona starfsemi, veitti í fyrstunni engan styrk til þessa verkefnis. Gangskör var að því gerð að fá á þessu Ieiðréttingu með þeim ár- angri, að við síðustu úthlutun til rannsóknaverkefna fengust 4,0 millj. kr. Þá gekkst stjórn Félags hrossa- bænda fyrir því, að Stéttarsam- band bænda veitti fyrirtækinu 1,0 millj. kr. lán, sem stjórnarmenn gengu í ábyrgð fyrir. Rangæinga- deild Félags hrossabænda gekkst einnig fyrir útvegun láns, með ábyrgð stjórnarmanna. Freyr 261 Hátt í 2,5 millj. kr. fyrir hryssublóð

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.