Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 13
Plöntuuppeldi í gróðurhúsi á Reykjum undir vaxtarlýsingu. menntun, endurmenntun, ýmiss konar fræðslunámskeið, tilrauna- starfsemi og ákveðin leiðbeininga- þjónusta, sem tengist þessari starfsemi. Þeir, sem þjóna garð- yrkjunni, eru það fáir, að full þörf er á að nýta sem best krafta hvers starfsmanns og gefa honum færi á að sérhæfa sig. Það verður best gert með þessu móti. Auk fræðslufunda og endur- menntunarnámskeiða fyrir starf- andi garðyrkjubændur höfum við einnig efnt til námskeiða fyrir áhugafólk. Undanfarin áratug hefa á hverju hausti verið haldin 2—3 vikunámskeið, í samvinnu við kvenfélagasamböndin úti um- land. Hafa þau verið mjög vinsæl. Stöku sinnum höfum við haldið unglinganámskeið á vorin. Er það von mín að í framtíðinni verði hægt að bjóða upp á námskeið, sem stæðu hvert um sig í viku, allt frá því í júní og fram á haust. Fyrir nokkrum árum var tekið að spyrjast fyrir um það hvort ekki væri unnt að dreifa til garð- yrkjubænda einhverju af því efni, sem við værum að útbúa til kennslunnar, tilraunaniðurstöð- um, þýddum greinum o.fl. Því var ákveðið árið 1975 að hefja útgáfu á garðyrkjufræðsluriti í lausblaða- formi. í árslok 1985 höfðu 135 slík blöð komið út. Upp á síðkastið hafa þar einkum verið birtar niðurstöður úr tilraunum hér. Með þessum hætti koma þær garð- yrkjumönnum eins fljótt að gagni og verða má. Unnið hefur verið að endur- skipulagningu á innri starfsemi skólans og hver þáttur um sig tekinn fyrir. Á sl. hausti var gengið frá 10 ára framkvæmda- og byggingaáætlun, þar sem afstaða er tekin til þess hvað eigi að endur- byggja, hvað að rífa og hvaða byggingar eigi að rísa. Um þetta hefur verið gerð kostnaðaráætlun. Er það von okkar að stjórnvöld taki myndarlega á þessu máli og móti ákveðna stefnu í uppbygg- ingu skólans. Ennfremur hefur verið tekið saman sérstakt skipurit fyrir stjórn á skólanum og upp- byggingu og samspil hinna ein- stöku þátta í rekstrinum. Fáið þið svo ekki heimsóknir úr öllum áttum? Jú, varla líður sá dagur frá því snemma á vorin og fram á haust að ekki komi gestir í heimsókn, innlendir og erlendir. Skipta gestir þúsundum, sem árlega heimsækja skólann. Við lítum á sumardaginn fyrsta sem afmælisdag skólans því að þá var hann vígður árið 1939. Annað hvort ár höfum við þá opið hús á Reykjum. Nú síðast komu um 3000 manns þann dag. Mikið er um opinberar heimsókn- ir á vegum Alþingis, ráðuneyta og ráðherra. Erlend samskipti? Við leggjum mikla áherslu á náin og góð samskipti við erlenda garð- yrkjuskóla, t.d. á Norðurlöndun- Freyr 501

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.