Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1987, Blaðsíða 14
um, í Hollandi og Bretlandi. Ár- lega eru erlendir garðyrkjunemar í verklegu námi hjá okkur. Á móti höfum við getað komið allmörg- um garðyrkjunemuin í verklegt nám og framhaldsnám í þessum löndum. Skólinn er virkur þátttakandi í samtökum norrænna búvísinda- manna, (NJF). Einnig á skóla- stjóri, fyrir hönd Islands, sæti í stjórn alþjóðasamtaka garðyrkju- sérfræðinga, en í þeim samtökum eru 47 þjóðir. Þá hafa og erlendir háskólanemar unnið hér að loka- verkefnum sínum, nú síðast tveir nemar í landslagsarkitektúr frá háskólanum í Wageningen í Hol- landi. Við reynum og að sækja sem mest fundi og ráðstefnur er- lendis til þess að fylgjast með nýjungum. Innlend samskipt? Varðandi innlend samskipti vil ég taka sérstaklega fram að skólinn hefur átt mjög góð samskipti við hin ýmsu félagssamtök garðyrkju- manna, svo sem Santband garð- yrkjubænda, einstök garðyrkju- bændafélög, Félag garðyrkju- ntanna, Félag skrúðgarðyrkju- meistara, Félag landslagsarki- tekta, enda er það grundvallarfor- senda fyrir árangursríku starfi skólastofnunar eins og Garðyrkju- skólans, að eiga gott samstarf við atvinnulífið. Mér er nú annt um gamla skólahúsið? Hvaða örlög bíða þess? Við viljum endilega varðveita það og höfum verið að velta fyrir okk- ur hvaða hlutverki það geti gegnt í framtíðinni. Og nú hefur verið ákveðið að gera húsið að safni. Þar yrði þá m.a. komið fyrir A Reykjum eru rœktadir bananar. gömlu húsgögnunum, sem notuð voru á fyrstu árum skólans, heim- ildum um náttúrufar og sögu stað- arins og yfirliti yfir þróun og sögu íslenskrar garðyrkju. Skólinn á í fórum sínum allgott safn gamalla hestaverkfæra frá þeim tíma að búrekstur var rekinn á Reykjum, eða til ársins 1958, og sem auk þess voru að sjálfsögðu notuð við garðyrkjustöðina. Þau yrðu auð- vitað þarna að finna. Ef af stofnun fólksvangs verður og Ölfusforir yrðu friðlýstar, þá verður þetta nokkurs konar fræðslusetur fyrir svæðið. Um þetta hefur nú náðst samstaða og er hugmyndin að hrinda hugmyndinni í framkvæmd sem fyrst. Bókasafn skólans. Bókasafn skólans telur nú um 3000 bindi, allt garðyrkjubækur. Við fáum um 65 tímarit um garð- yrkju, einkum erlend. Undanfarin tvö sumur hefur verið unnið að því að tölvuskrá safnið. Ætti því að verða lokið á næsta ári. Ef við víkjum þá að skipulagsmálum staðarins, hvar eru þau á vegi stödd? Það er búið að ganga frá skipulagi á öllu heimasvæði skólans. Var það upphaflega samþykkt 1983. Liður í því var stóraukin trjárækt og skógrækt á skólastaðnum. Það sem af er þessum áratug hefur nálægt 10 þúsund trjám og runn- um verið plantað árlega. Þar sem trjám var fyrst plantað, fyrir um 20 árum. er nú risinn fallegur skógarteigur, þar sem sum greni- trén eru orðin um 5 m á hæð. Akbrautir og gangstígar hafa verið lagðir um svæðið, lækir brúaðir og votlendi ræst fram, þannig að allt er nú til reiðu fyrir þá ræktun, sem fyrirhuguð er. Þarna skapast auk þess aðstaða fyrir margháttaðar tilraunir, sem nú þegar er farið að nýta. Land Reykja er þekkt fyrir ýmis náttúrufyrirbæri. Ber þar fyrst að nefna hverina, sem vakið hafa mikla athygli erlendra ferða- 502 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.