Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 10
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjöm, Svarfaöardal. formaður stjómar Búnaðarfélags íslands, Avarp í upphafi 70. Búnaðarþings Eftirfarandi ávarp flutti Hjörtur E. Þórarinsson, forseti Búnaðarþings, við setningu 70. Búnaðarþings, hátíðarþings í tilefni af 150 ára afmœli bœndasamtakanna hinn 15. ágúst sl. Ávarpið er dálítið stytt. Hæstvirtu ráðherrar og aðrir heiðraðir gestir. Góðir Búnaðarþingsfulltrúar. í nafni Búnaðarfélags íslands býð ég ykkur öll hjartanlega vel- komin til þessa hátíðarfundar. Pað er okkur sérstakt gleðiefni hve mörg ykkar hafið fundið hjá ykk- ur hvöt og séð ykkur fært að heiðra afmælisbarnið, Búnaðarfé- lagið, með nærveru ykkar hér í dag, þegar við minnumst 150 ára afmælis þess og þar með skipulegs búnaðarfélagsskapar í landi okkar. Við metum mjög mikils þann virðingarvott, sem þið, ágætu gestir, auðsýnið þessum félags- skap bænda, og skiljum það hik- laust svo, að þrátt fyrir allt eigi landbúnaðurinn og þeir, sem að honum standa traustan virðingar- sess í hugum margra og líklega langflestra íslendinga. Mig langar til að bjóða sérstak- lega velkomna nokkra fyrrverandi Búnaðarþingsfulltrúa, sem eru hér samkvæmt sérstöku boði Bún- aðarfélagsins. Hér gefst þeim tækifæri til að rifja upp gömul kynni. Það Búnaðarþing, sem við höldum í dag er hið 70. í röðinni frá því að Búnaðarþing íslands í núverandi formi var stofnað árið 1899 og samkundan Búnaðarþing lögfest. Þá eru meðtalin aukabún- Hjörtur E. Pórarinsson. aðarþing, sem haldin hafa verið þegar þurfa þótti. Þannig voru aukaþing haldin árin 1932, ’36, ’37, ’42, ’44 og ’45, en það skal tekið fram að á þessu tímabili var reglulegt Búnaðarþing aðeins haldið annaðhvort ár. Árið 1949 hefur sérstöðu, en það var hálfrar aldar afmælisár Búnaðarfélagsins sem lands- samtak og stofnunar Búnaðar- þings. Þá var þingið haldið á venjulegum tíma í Reykjavík, um veturinn, en framhaldsfundur á Egilsstöðum á Völlum 1.—2. sept- ember um haustið. Það var afmæl- isfundur. eins og þessi, til að minnast tímamótanna og þar samin ályktun um stefnumörkun í landbúnaði næstu framtíðar. Síðan þá hefur Búnaðarþing verið háð reglulega á hverju ári. Þessi hátíðarfundur, sem við nú höldum, og mun verða talið sjálf- stætt Búnaðarþing, er hinsvegar háð til að minnast 150 ára afmælis stofnunar skipulegs búnaðarfé- lagsskapar í landinu, sem við telj- um að sé um leið stofnun Búnað- arfélags íslands. Það þing, sem háð var fyrr á þessu ári, ákvað því að kalla skyldi til sérstaks aukafundar — hátíðar- fundar — um líkt leyti og áður ákveðin landbúnaðarsýning yrði opnuð á þessu sumri. Það var gert í gær með tilhlýðilegri viðhöfn. Því erum við hér saman komin á þess- ari stundu. Hér er ekki rétti tíminn til að fjalla um það, sem við köllum upphaf skipulegra búnaðarsam- taka í landinu. Það verður gert lítillega síðar á dagskránni. Hér skal þess aðeins getið, að þegar félagsskapurinn Suðuramtsins Húss- og Bússtjórnarfélag, sem síðar var nefnt Búnaðarfélag Suðuramtsins, hafði starfað í nokkra áratugi, tók sú skoðun að þróast að nauðsynlegt væri að efna til landssamtaka til eflingar framfara í landinu, eins og það var orðað, og var þá fyrst og fremst átt við landbúskapinn, sem var þá 698 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.