Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 17
Jafnvægi í framleiöslumálum þarf að nást Kaflar úr ræðu Hermanns Sigurjónssonar Hermann Sigurjónsson sagði m.a. „Svo djúp og glögg spor hafa þessi samtök frá upphafí markað í sögu lands og þjóðar til alhliða upp- byggingar og framfara, að ærin ástæða er til að staldra við um stund, fagna farsælu starfí og votta virðingu og þökk frumherj- unum, þessum hugsjónamönnum sem sáu langt fram til ókominna tíma. Sama gildir um alla þá sem síðan, allt til þessa dags hafa haft með höndum forystuhlutverk í Bún- aðarfélagi íslands og öðrum sam- tökum og stofnunum landbúnað- arins. Ég óska öllum félagasam- tökum landbúnaðarins framtíðar- heilla.“ Ræðumaður sagði að gerð land- búnaðaráætlunar væri vandasamt verk. Torvelt væri að sjá fyrir hið ókomna og hugsa rétt viðbrögð við því. Reynslan af framleiðslu- stjórn síðustu ára væri mikilvæg. „Pað var að mínu mati rökrétt ákvörðun íslenskra bænda, þegar þeir á sínum tíma gengust af ótrú- lega mikilli samstöðu undir fram- leiðslustjórn í sauðfjár- og mjólk- urframleiðslu. Enn er það skoðun mín að farsælla væri við núverandi aðstæður að sú stjórnun næði til fleiri framleiðsluþátta. Þó skulu menn vera minnugir þess að eng- inn atvinnuvegur nýtur sín eðli- lega undir langvarandi og ósveigjanlegri miðstýringu. Um það hafa menn mörg og glögg dæmi frá öðrum þjóðum Því ber að leggja áherslu á að ná jafnvægi í framleiðslumálum og aðlögun að breyttum aðstæðum svo að unnt verði að slaka á hörðum stjórnun- araðgerðum." Hermann Sigurjónsson. Hermann tók undir það sem fram kemur í ályktuninni að stofn- að verði til nýrra starfa til að treysta byggð og viðhalda henni sem víðast um landið. Hann sagði að byggðamál væru samfélagsmál sem ríkisvaldið yrði að hafa for- ystu um. „Ég vil sérstaklega vara við því að þeir erfiðleikar sem nú er við að fást í hefðbundnum búrekstri verði til þess að menn gleymi þeirri staðreynd að frjómáttur moldarinnar er ein af dýrmætustu auðlindum þessarar þjóðar, og skynsamleg nýting þeirrar auð- lindar er snar þáttur tii að tryggja farsæla afkomu fólksins í landinu, og vörn gegn ófyrirsjáanlegum og óviðráðanlegum áföllum sem að garði gætu borið gagnvart við- skiptum þjóðarinanr við um- heiminn.“ Að iokum lýsti ræðumaður stuðningi sínum við ályktunina. J.J.D. ÆÐARDÚNSBÆNDUR Tökum œðardún til vélhreinsunar og fjaðratínslu. Kaupum œðardún. Vinsamlegast hafið samband. XCO hf. Inn- og úfflutningsverslun. Búðargerði 10, sími 82388 108 Reykjavík. Freyr 205

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.