Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 15.09.1987, Blaðsíða 14
Afskekkt byggðarlög eiga sinn rétt Útdráttur úr ræðu Birkis Friðbertssonar Að lokinni framsögu Bjarna í Nesi fóru fram umræður um málið, og talaði einn fulltrúi frá hverjum landsfjórðungi. Fyrstur tók til máls Birkir Friðbertsson í Birki- hlíð, Vestfirðingur. Hann þakkaði nefndinni góðan málatilbúnað í tilefni af 150 ára afmæli búnaðarsamtakanna, en sagði að sig grunaði þó að sá böggull fylgdi skammrifi að áætl- anagerð þessi mundi e.t.v. raska högum fjölmargra, jafnvel breyta byggð eða ákveða að nokkru leyti atvinnumöguleika fólks eftir hér- uðum. Slík áætlanagerð væri vandunnin. Birkir sagði að hug- myndir um landbúnaðaráætlun væru orðin tóm nema þar kæmi til umfjöllun fjórðungs- og búnaðar- sambanda og fulltingi Iöggjafar og framkvæmdavalds. Pá mætti vænta þess að einhugur næðist um málefnið. Ræðumaður taldi brýnt að efla arðbærar nýbúgreinar og stórauka rannsóknir og ráðgjöf í þeim. Ekki megi setja arðsemis- sjónarmiðin ein í hásæti og horfa fram hjá hinum mannlega þætti og siðferðislegum rétti einstakra byggðarlaga þó að hagkvænmi í landbúnaði sé að öðru jöfnu höfð að leiðarljósi. J.J.D. Birkir Friðbertsson flytur rœðu sína. Norrœnir gestir voru boðnir til hátíðarþingsins. Hér eru fulltrúar Fœreyja, Fritleiv Joensen, form. l'Oroya jarðarráð og Johannes Dalsgard, framkvœmdasljóri Forova jarðarráðs. 702 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.