Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 22
Páll Sigbjömsson, héraösráðunautur, Egilsstööum Stjórnun búvöruframleiöslunnar Nú hefur næstum alger stjórnun mjólkurframleiðslunnar verið í gildi ífull tvö ár. Ekki hafa allir sem hún hefur snert verið alsœlir með þá stjórnun, en flestir munu þó sammála um, að glaprœði vœri að leggja hana niður hér og nú. Margt bendir til, að komið sé þar yfir erfiðasta hjallann, ef nokkrum sveigjanleika verður beitt í framkvæmdinni áfram, eins og vissulega hefur verið gert að nokkru marki, það sem af er. Ég vil segja að það sé bænda- stéttinni til nrikils sóma, hve aðal- fundir Stéttarsambands bænda hafa leitast við að leggja höfuðlín- ur um framleiðsluskerðingu, bæði á mjólk og kindakjöti, á sann- gjarnan hátt. Hins vegar hefur einn þáttur í þessum aðgerðum komið fram í ýmsum myndum, sem í mörgum tilfellum skapar mikið óréttlæti og gæti, ef svo heldur fram sem horfir orðið hættulegur þeim markmið- um, sem allt skipulag á úthlutun fullvirðisréttar átti að stefna að, en það mun í flestra huga hafa verið það, að koma í veg fyrir röskun á byggð í landinu eins og verða mætti, þótt framleiðsla hefðbundinna búvara dragist saman. Þar á ég við kaup og leigu á fullvirðisrétti, sér í lagi milli landeigenda en einnig um kaup Framleiðnisjóðs í mörgum til- fellum. Lítið eða ekkert hefur komið fram um verslun með full- virðisrétt á fundum Stéttar- sambandsins, svo að ég hafi tekið eftir, og virðast þessar hugmyndir eiga upptök sín einhvers staðar í stjórnkerfinu. Það síðasta og versta á þessum vettvangi er að það komst inn í Páll Sigbjörnsson. reglugerð (nr. 291/1987, 6. gr.) á miðju síðasta sumri, að umráða- menn lögbýla geti verslað með fullvirðisrétt jarða sinna inn- byrðis. Það er sú aðgerð, sem er tilefni þessa greinarstúfs en fyrst skal hér þó vikið að öðrum þáttum þessa máls. Markmið stjómunar. Markmið stjórnunar á framleiðslu búvara eru þau að aðlaga fram- leiðsluna þörfum markaðarins. Til þess hafa tvær leiðir verið notaðar samhliða. Annars vegar að skerða verð vörunnar, ef fram- leiðandi kom með meira inagn á markaðinn en svaraði hans úthlut- aða rétti. Hins vegar að greiða þeim, sem úthlutað hafði verið fullvirðisrétti bætur eða þóknun fyrir að nota hann ekki. 1 Grundvöllur fyrir úthlutun framleiðsluréttar, (þ.e. búmarka og síðar fullvirðisréttar), hefur breyst í áranna rás. Fyrst voru búmörk miðuð við framleiðslu á einstökum lögbýlum, þriggja ára meðaltal (árin 1976—’78), en full- virðisréttur, sem tók gildi fyrir rúmum tveim árum, fer í meira mæli eftir framleiðslu síðustu ára, en þær reglur verða ekki ræddar hér. Annar áhrifavaldur á búmörk og síðar fullvirðisrétt hafa svo ver- ið undanþágur frá reglunum vegna sérstakra aðstæðna á ein- stökum býlum, sem ákvarðaðar hafa verið af til þess settum aðilum. Viðhorf til þess, hvernig vinna skyldi að samdrætti búvörufram- leiðslu hafa verið nokkuð skiptar, en þar eru tvö sjónarmið mest áberandi. Annars vegar að unnið sé að því, að ekki verði fleiri búrekstrar- einingar í landinu en það, að þeir sem búskap stunda geti haft það stór bú, að þau skili þeim góðum tekjum án stuðnings af öðrum tekjum. Hins vegar er sú stefna, að reynt verði að draga saman fram- leiðslu í hefðbundnum búgrein- um, en þó jafnframt reynt að koma í veg fyrir að mörg býli og alls ekki heilar sveitir fari í eyði. Því verði að framkvæma samdrátt- inn varlega og gefa sér tíma, svo 990 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.