Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 27
Á Delta-hótelinu í Winnipeg settist fólkið í tröppurnar og beið þess að kvöldvakan hœfist. Fremstur er Hjalti Jakobsson, þá er t.v. kona hans Fríður, nœstur er Teitur á Brún, Sigurbjörg í Garði hallar sér fram. Fyrir aftan hana er Elín á Brún, við hlið hennar Hörður á Rifkelsstöðum, þá Sigurður Sigurðsson í Efsta-Dal. Efst til vinstri er Rósfríður á Rifkelsstöðum, við hlið hennar Bára á Stað í Hrútafirði. heima. Þegar inn á hótelið var komið blasti við okkur vínbúð og þá urðu margir harla glaðir. Mesta sala sem orðið hefur síðan versl- unin var opnuð fór nú í hönd. Flestir héldu, að þeir væru komnir á vínútsölu. Davíð hét annar bílstjórinn okk- ar. Systir hans og mágur ráku aðra vínbúð þarna í bænum. Hann full- yrti áð þar væri allt mun ódýrara en það sem við værum að kaupa. Við trúðum Davíð en það hefðum við ekki átt að gera. Ekki komust allir fyrir á hótel- inu. Við vorum sex sem fengum einbýlishús hóteleigandans til af- nota. Hann heitir Ericsson og er af sænskum ættum og mjög ríkur. Eg vissi ekki hvað varð af Fjólu eftir að fór fórum upp í rúm, svo stórt var rúmið. Ég fann hana til fóta næsta morgun. Daginn eftir skoðuðum við byggðasafn, en þar voru hús og munir, að hluta til frá þeim tíma, sem landnám íslendinga var á þessum slóðum. Húsin höfðu að mestu byggt Eggert Gunnlaugsson og kona hans Rannveig Rögnvaldsdóttir. Gunnlaugur sonur þeirra varð all vel stæður. Hann gaf fylkinu jörðina og húsin, með því skilyrði að þau yrðu varð- veitt og haldið við og þar yrði opnað byggðasafn. Jörðin er nú íslenski fólkvangurinn. Þarna átt- um við góða stund með fólkinu úr byggðinni. Haldið til Minnisota Daginn eftir var haldið til Minne- apolis. Það bar helst til tíðinda þann dag að við fengum okkur hádegisverð á veitingastað, sem heitir „Konunglegi gaffallinn". Þar mátti hver og einn borða eins og hann gat í sig látið fyrir aðeins 5$. Nokkrir borðuðu yfir sig, en jöfnuðu sig síðar. Þegar við kom- um á hótelið hittum við hóp Magnúsar. Við vorum þarna saman á hótelinu fram á næsta dag. Þátttakendur í báðum hópum fóru saman í Háskólagarðinn og þar í húsum fengum við hádegis- verð ásamt konum úr Hekluklúbb Minneapolis og fleiri gestum . Nokkrir af gestgjöfunum gátu tal- að íslensku, en ræður þeirra voru á ensku. Elín á Brún þakkaði fyrir okkar hönd og gaf kvenfélaginu gæruskinn. Seinna fórum við í skoðunarferð um borgirnar tvær, Minneapolis og Skt. Paul, en þess- ar borgir eru sambyggðar. Daginn eftir var verslað. Kúabóndi í Wisconsin heimsóttur Nú var kominn 14. ágúst. Þá var haldið til Wisconsin Dells, sem er Freyr 995

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.