Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 10
Frá Hvanneyri. (Ljósm. Ingimar Einarsson). Hvanneyrarskóli er stórmerk menntastofnun Folke Rasmussen fyrrverandi rektor Búnaðar- og dýralæknaháskólans í Kaupmannahöfn í ræðu á 40 ára afmæli Búvísindadeildarinnar á Hvanneyri. A samkomu í tilefni af40 ára afmœli Framhaldsdeildar Bændaskólans á Hvanneyri hinn 19. október sl. flutti Folke Rasmussen fyrrverandi rektor Landbúnaðar- og dýralœkna- háskólans í Kaupmannahöfn Ræðumaður hóf mál sitt með því að flytja Búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri góðar kveðj- ur og heillaóskir frá Konunglega dýralækna- og búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og frá sjálfum sér og þá einnig til frumkvöðuls Framhaldsdeildarinnar Guð- mundar Jónssonar, fyrrum skóla- stjóra sem og Sveins Hallgríms- sonar núverandi skólastjóra Bú- vísindadeildar. Hvanneyri og Kvan Ræðumaður ræddi um hin góðu tengsl sem myndast hefðu með erindi. Utdráttur úr því fylg hinum tveimur stofnunum, Hvanneyrarskóla og Dýralækna- og búnaðarháskólanum í Höfn. Sjálfur sagðist hann vera tengdur Hvanneyri traustum böndum af góðum kynnum við starfsmenn Búvísindadeildarinnar. En auk þess hagaði svo til að af tilviljun hefði hann alla sína æfi líka verið tengdur sjálfu nafninu Hvanneyri því hann hefði fæðst og alist upp nálægt litlu þorpi að nafni Kvan- löse sem liggur á Sjálandi miðju. Nú ætti hann heima þar í Kaupmannahöfn sem heitir Van- löse. Nöfn þessi eru eins og hér á eftir. Hvanneyri komin frá sveipjurt þeirri er heitir Kvan á dönsku, (Angelica archangelica), og sem hefur vaxið á fyrrnefndum þremur stöðum. Ræðumaður vitnaði til íslenskra fornsagna þar sem getið væri hvannagarða sem hefðu verið matjurtagarðar fyrri tíma. Fræðarinn Folke Rasmussen ræddi þessu næst um hvaða eiginleikum góður kennari við framhaldsmennta- stofnun ætti að vera búinn. Hann á, sagði ræðumaður — auk góðra, mannlegra eiginleika 978 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.