Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 26

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 26
dagana, en svo merkilegt, sem það hljómar, kvartaði enginn. Um kvöldið var samkoma fyrir báða hópana, en minni hópurinn hafði komið frá Winnipeg fyrr um daginn. Magnúsar fólk sá að mestu um skemmtiatriðin, því þau höfðu gefið sér tíma til að kjósa skemmtinefnd. Nú rann upp sunnudagurinnn. Mikill hiti var þennan dag. Ferða- skrifstofan Viking hafði boðið okkur í „brunch“, sem er blanda af morgunverði og hádegisverði. Við fengum ágætan mat og drukk- um ávaxtasafa og kaffi með nratn- um. Við gáfum forstjóra Viking, frú Árnason, gæruskinn og þökkuðum fyrir okkur. Síðan fór- um við á útihátíðarsvæðið. Daginn eftir var farið snemma á fætur. Ég var rétt nýklæddur þegar einn af ferðafélögunum kom til mín og sagði mér, að kona hans hefði dottið í baðherberginu og væri brotin eða illa tognuð. Ég fór út að leita að síma, það hafðist. Þeg- ar ég kom aftur mætti ég Sigríði í Oddsparti. Hún hafði einnig dott- ið í baðherberginu og var hand- leggsbrotin. Sjúkrabíll kom von bráðar og flutti þær á sjúkrahús, þar sem hlynnt var að þeim, en ég gekk niður í bæ þar hitti ég fljót- lega mitt fólk og við fylgdumst með hátíðarhöldunum fram eftir degi. Sumir fóru á ball þetta kvöld. Nú var kominn þriðjudag- ur 4. ágúst og næst á dagskrá hjá okkur var að komast til Winnipeg. Ákveðið var að fara smá hring í Nýja-íslandi og fá leiðsögumenn með okkur í bílana. Við fórum um Hnausa, Riverton, og þaðan til Árborgar. Leiðsögumenn voru þeir Óli Narfason, þekktur gleði- maður, og Bragi Sæmundsson. Þeir virtust vera ósköp þreyttir efir ballið, sérstaklega Óli, enda kominn með kærustu og það eru takmörk fyrir þreki manna á þess- um aldri. Vonandi hefur Óli verið hressari þegar hann gekk í hjóna- band 3. október sl. Þá bauð hann öllum úr sveitinni til veislu. Bragi og Óli fegnu gæruskinn að skilnaði. Við komum okkur til Winnipeg og inn á Delta hótelið. Dvalið í Winnipeg Næsti dagur var með þeim erfiðari því þá var farið í verslanir. Um kvöldið fórum við í samkvæmi hjá Þjóðræknisfélaginu. Þar stjórnaði formaður félagsins, Óli Narfason, samkvæminu. Einar Pálsson rit- stjóri flutti ræðu og einnig ávarp- aði hópinn Njáll Bárðdal útfarar- stjóri. Máni spilaði íslensku lögin á píanóið með tilþrifum, en sumir sungu önnur lög og Guðrún á Hvolsvelli brilleraði með flutningi á frumortu ijóði. Hjalti gerði ekki neitt. Barinn var opinn og Þjóð- ræknisfélagið græddi. Daginn eftir var haldið áfram að kanna verðlag í verslunum. Síðdegis fór allur hópurinn í sigl- ingu eftir Rauðánni. Við fengum kvöldverð um borð. Jón á Hnjóti fékk að stýra skipinu. Haft var samband við slysavarnafélagið í Winnipeg til vonar og vara. Daginn eftir var ágætis verður. Flestir fóru í dýragarðinn og horfðu mest á apana. Um kvöldið ákváðum við þrjú , Kári ég og Fjóla að fá okkur stórsteik. Það var nú eiginlega Kára að þakka, því hann hugsar stórt þegar um nautakjöt er að ræða. Hann selur helst ekki minna en 3 tonn í einu. Við náðum í leigubíl og báðum bílstjórann að aka okkur á besta steikhús borgarinnar. Hann hefur trúlega misskilið okkur, því við lentum upp í sveit. Fín var steikin. Nú sá ég fram á að við mundum ekki ná aftur á hótelið okkar á réttum tíma, en við höfðum ákveðið að hafa kvöldvöku. Ég hringdi á hótelið og fékk samband við Stefán Jasoanarson og bað hann um að stjórna skemmtuninni þar til við kæmum. Þetta kvöld var ekki kynning á samferðafólk- inu, en Helgi Austman, sem nú var mættur gerði grein fyrir því, sem var framundan næstu daga, en hann og Lil kona hans voru með okkur í 9 daga eftir þetta. Haldið til Norðux-Dakota Nú var haldið frá Winnipeg, beinustu leið til landamæranna, yfir í N.-Dakota. Ekið var um Fjallbyggðina, þar sem íslending- ar námu land. Við gerðum stuttan stans að Borg, sem er dvalarheim- ili aldraðra. Þar var tekið lagið. Við vorum beðin að syngja meira. Það fannst mér meiri háttar kurt- eisi. Síðan var farið í nokkrar kirkjur og kirkjugarða, þar sem heilsað var upp á löngu látna ætt- ingja. Við komum okkur fyrir á hóteli í Cavalier, en það er smá bær, þar sem margir íslendingar hafa átt 994 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.