Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 25
Böðvar á Búrfelli var alltaf tiltœkur með nikkuna og þá stóð ekki á fólkinu að taka undir. Þarna höfum við Hjalti Jakobsson stillt okkur upp við hliðina á Böðvari. hótelið í International Falls og pantaði þar kvöldverð næsta kvöld fyrir allan hópinn og sal fyrir okkur. Fyrst talaði ég við hótelstjórann, sem taldi engin vandkvæði á að útvega okkur sal, síðan talaði ég við kokkinn um matinn. Hann sagði mér að við yrðum að vera við sundlaugina, það væri ágætis staður. Ég var nú ekkert hrifinn af þessari uppá- stungu og spurði hvort ekki yrði eitthvað af fólki í sundlauginni. Mér var svarað að það gætu orðið fáeinir krakkar, sem mundu fara upp úr um leið og við birtumst. Ég samþykkti þetta þar sem ekki var um annan sal að ræða. Á Holiday Inn hótelið var kom- ið um kl. 17 og við höfðum góðan tíma til að fara í bað og skipta um föt fyrir væntanlegt skemmti- kvöld. Þegar við komum að sund- lauginni var feikna mikill hávaði þar inni, fjöldi manns var í bolta- leik í lauginni. Ég fór til hótel- stjórans og taldi aðstæður heldur slæmar, ef við ættum að sitja á sundlaugarbarminum með allt þetta fólk niðri í lauginni. Mér var sagt að þetta mundi lagast, fólkið færi fljótt upp úr. Pað var nú öðru nær. Þegar sundlaugargestir sáu þetta prúðbúna fólk koma og setj- ast við borðin, æstist leikurinn og gusugangur gekk yfir þá sem sátu Erlendur Gíslason frá Dalsmynni horfir kankvís framan í samferðafólkið. við borð næst lauginni. Þar að auki var hávaðinn svo mikill í loftræstingakerfinu að útilokað var að tala saman, eða gera nokk- urn skapaðan hlut þarna inni. Samkvæmið endaði úti í garði í fallegu veðri, en þar voru stungu- flugur aðgangsharðar. Þetta varð því sannkallað sælkerakvöld hjá þeim, mikið af ómenguðu íslensku blóði. Garðar í Lautum lét ekki flugurnar aftra sér frá að spila hugljúfar ballöður á Straivariu- sinn sinn. Það fældi ekki flugurn- ar. Þær sem stungu Linda sofnuðu á stundinni, en vöknuðu daginn eftir, þræltimbraðar.Við Þrátt fyrir mikið mýbit spilaði Garðar Jakobsson í Lautum á fiðlu sína hugljúf lög. gleymdum að halda kynningar- kvöld eins og var á dagskrá. Dvalið á Gimli Samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að leggja af stað snemma um morguninn, því nú var löng leið framundan að Gimli. Sumir voru seinir að koma sér fram úr, svo við lögðum ekki af stað fyrr en kl. 9:00. Við töfðumst alllengi við landamærin. Þar vildi útlendinga- eftirlitið endilega stimpla í vega- bréfin okkar. Því eins og einn sagði; „stimpillinn verður kannski það eina sem minnir ykkur á að þið hafið komið til Kanada“. Við stönsuðum í bæ einum, sem heitir Kenora og fengum snarl þar. í Iðngarðana á Gimli komum við kl. 18:30, þar beið Helgi okkar með lyklana og við komum dótinu okkar fyrir, svo var farið aftur niður í bæ til að fá sér mat. Það hefðum við átt að vera búin að gera áður. Gistiheimili okkar á Gimli hét Aspen Logde. Maður hafði nú séð betri aðstöðu um Freyr 993

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.