Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.12.1987, Blaðsíða 36
Á fundi framkvæmdanefndar Framleiðsluráðs hinn 1. desember sl. gerðist m.a. þetta: Ákvarðanir Búmarks- og framleiðslustjómamefndar. Rætt var um störf Búmarks- og framleiðslustjórnarnefndar og meðferð á tillögum hennar. Fram- kvæmdanefnd taldi nauðsynlegt að ákvarðanir nefndarinnar væru kynntar á Framleiðsluráðsfund- um. Ákveðið var að fundargerðir Búmarks- og framleiðslustjórn- arnefndar yrðu lagðar fyrir fundi Framleiðsluráðs og ef um væri að ræða stefnumarkandi ákvarðanir þá yrðu þær sérstaklega kynntar á fundum ráðsins. Sauðfjárslátrun haustið 1987 Lögð var fram skýrsa um sauðfjár- slátrun haustið 1987. Slátrað hefur verið 721.721 dilki og 86.133 full- orðnum kindum. Innlagt kjöt er 12.487.730 kg og meðalvigt dilka er 14,57 kg en var sl. ár 14,31 kg. Frá fullvirðisréttaruppgjöri dragast: Úrkast............... 30.085 kg Heimtekið .......... 366.510 kg Framleiðnisjóður ... 350.717 kg Riðukjöt ........... 299.421 kg Samtals: 1 046 743 kg Kjöt sem kemur til uppgjörs er þannig 11.440.987 kg. Fullvirðis- réttur fyrir verðlagsárið er um 11.600 tonn. Ókomnar eru upplýsingar um slátrun eftir venjulega sláturtíð. Sérstök greiðsla fyrir úrvalsmjólk Eftirfarandi ályktun var lögð fram: „Aðalfundur Félagsráðs Osta- og smjörsölunnar sf. 30. október beinir því til Landssambands kúa- bænda, Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðsluráðs landbúnaðarins að teknar verði upp sérstakar greiðslu til fram- leiðenda úrvalsmjólkur, t.d. með gerlatölu undir 30.000 í ml. og frumutölu undir 400.000. Ekki er vafi á að slík mjólk er verðmætari fyrir vinnslustöðvarn- ar og verðbætur af þessu tagi myndu hvetja til vöruvöndunnar. Sérstök ástæða er til að beina athygli bænda í auknum mæli að þýðingu lágrar frumtölu." Ákveðið var að vísa málinu til nefndar sem hagsmunaaðilar skipuðu á sl. sumri til að meta gæði mjólkur og hvernig haga beri útborgun hennar miðað við efna- innihald. Mótmæli gegn mismunandi skerðingu fullvirðisréttar í sauðfjárframleiðslu. Kynnt voru mótmæli sem borist höfðu frá Landssamtökum sauðfjárbænda, hreppsnefnd A.- Eyjafjallahrepps og Félagi sauðfjárbænda við Eyjafjörð við því að mismunur er gerður á skerðingu fullvirðisréttar eftir búmarkssvæðum í reglugerð nr. 443/1987 um fullvirðisrétt til fram- leiðslu sauðfjárafurða verðlagsár- ið 1988/1989. Sala og birgðir ldndakjöts. Birgðir kindakjöts 1. september sl. (af framleiðslu 1986) voru 2.199 tonn. Af því seldust í sept- ember og óktóber um 1.190 tonn. Birgðir af kjöti frá 1986 hinn 1. nóvember sl. voru 871,4 tonn sem er 96,7 tonnum eða 10,0% minna en á ársgömlu kjöti á sama tíma árið áður. Sala á kindakjöti af framleiðslu ársins 1987 í september og októ- ber var 641,9 tonn sem er 84 tonn- um eða 15,1% meira en á nýju kjöti á sama tíma árið áður. Framleiðsla, sala og birgðir nautgripakjöts. Innlagt nautgripakjöt í september og október sl. var um 731,9 tonn sem er um 277,7 tonnum eða 27,5% minna en á sama tíma árið áður. Sala nautgripakjöts í september og október sl. var 688,8 tonn sem er 230,9 tonnum eða 50,8% meira en á sama tíma árið áður. Birgðir nautgripakjöts hinn 1. nóvember sl. voru 840,5 tonn sem er 847,8 eða 50,2% minna en árið áður. Framleiðsla, sala og birgðir svinakjöts. Innlagt svínakjöt í september og október sl. var 341 tonn sem er 22 tonnum eða 1,7 meira en á sama tíma árið áður. Sala svínakjöts í september og október sl. var 351,7 tonn sem er 17,6 tonnum eða 5,2% meira en á sama tíma áirð áður. Birgðir svínakjöts hinn 1. nóv- ember sl. voru 14,5 tonn en voru 54.8 tonn árið áður. Framleiðsla, sala og birgðir hrossakjöts. Innlagt hrossakjöt í september og október sl. voru 103,8 tonn sem er 4,1 tonni eða 4,1% minna en á sama tíma árið áður. Sala hrossakjöts í september og október sl. var um 91,1 tonn sem er 19,7 tonnum eða 17,8% minna en árið áður. Birgðir hrossakjöts hinn 1. nóv- ember sl. voru 65,3 tonn sem er 16.9 tonnum eða 35,0% meira en árið áður. Framleiðsla mjólkur Innlögð mjólk fyrstu þrjá mánuði verðlagsársins, sept.-nóv. var 25.264 þúsund lítrar sem er um 1.071 þúsund lítrum eða 4,06% minna en árið áður. Innlögð mjólk á tímabilinu jan- úar til nóvember 1987 var 98.715 þúsund lítrar sem er 2.802 þúsund lítrum eða 2,76% minna en á sama tíma árið áður. 1004 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.