Freyr - 15.04.1990, Side 9
Fóðurnæpa erundrajurt
Viðtal við Jón Eiríksson á Búrfelli í Miðfirði.
Sigurbjörg Geirsdóttir ogJón Eiríksson á Búrfelli í Ytri-Torfustaðahreppi íV.-Hún. hafa
um árabil rekið eitt afurðamesta kúabú á landinu. Þau búa þar ásamt foreldrum Jóns,
þeim Guðrúnu Guðmundsdóttur og Eiríki Tryggvasyni.
Jón Eiríksson við bókahillur sínar. (Ljósm. Sigurbjörg Geirsdóttir.)
Seint á síðasta ári lagði blaða-
maður Freys leið sína í Búrfell til
að ræða við Jón um búskap þeirra
og fleira er á góma kynni að bera.
Þau Sigurbjörg og Jón hafa innrétt-
að sér notalega og hlýlega íbúð í
kjallara íbúðarhússins á Búrfelli, í
plássi sem upphaflega hefur ekki
verið hugsað sem íbúðarhúsnæði.
Þetta gaf gestinum strax tilfinningu
fyrir því að þau leituðu hagkvæmra
og frumlegra lausna. Annað sem
gesturinn rak augun í var að hvergi
á einkaheimili hafði hann rekist á
eins mikið af ljóðabókum frá síðari
árum án ríms og ljóðstafa sem og
skáldverk framúrstefnuhöfunda
sem í augum hans eru „ólesandi"
bækur. Það kom hins vegar á dag-
inn að þessar bækur höfðu húsráð-
endur keypt sér sjálfir til lestrar og
notið þeirra. Fleiri áhugamál eru
stunduð á heimilinu, svo sem
tónlist, málaralist, ljósmyndun
o.fl.
En fyrst bið ég Jón að segja á sér
deili.
Foreldrar mínir eru Eiríkur
Tryggvason bóndi hér og Guðrún
Guðmundsdóttir frá Seljabrekku í
Mosfellssveit. Ég er fæddur þar
syðra en flutti hingað með foreldr-
um mínum 7 ára, árið 1962. Ég ólst
hér upp og lauk Landsprófi frá
Héraðsskólanum á Reykjum í
Hrútafirði. Ég var þá búinn að fá
nóg af skólanáminu að sinni en
ákvað þó að fara í bændaskóla og
lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri
árið 1973. Þar fann ég mig aftur í
námi og hélt þar áfram og lauk
búfræðikandídatsprófi frá skólan-
um árið 1977.
Mér finnst eftir á að þetta nám á
Hvanneyri hafi verið besta fjárfest-
ing sem ég gat farið út í á þessum
árum, en maður var þarna á
námslánum. Ég tel líka að þarna
hafi verið gott kennaralið á þessum
tíma.
Eftir þetta fór ég í ýmiss konar
vinnu; fiskvinnu, var handlangari
hjá múrara og stundaði kennslu í
grunnskóla. Um það leyti var farið
að fækka liði hér heima og orðin
þörf á að eitthvert okkar systkin-
anna gengi inn í búskapinn. Ég var
til í það ásamt sambýliskonu
minni, Sigurbjörgu Geirsdóttur.
Hún er búfræðingur frá Hvanneyri
og við kynntumst þar.
Við hófum svo búskap hér árið
1983 og settum upp samning um
félagsbú á jörðinni, á þann hátt að
við yngra fólkið værum með kúa-
búskapinn en foreldrar mínir með
fjárbúið. Sigurbjörg er auk þess
hjúkrunarfræðingur og vinnur við
Heilsugæslustöðina á Hvamms-
tanga.
Hvað er kúabúið stórt?
Við höfum verið með um 22 árskýr
8.APRÍL1990
Freyr 305