Freyr - 15.04.1990, Page 12
Perla, heimasœtan á bænuth, t.v.
stokkandarimga. (Ljósm. S.G.)
tekur sinn tíma að kynbæta hann.
Þó finnst mér þetta ganga fullhægt.
Mörg óreynd naut og því miður
stundum reynd gefa mikið af léleg-
um gripum sem þarf að farga á 1.
eða 2. mjaltaskeiði. Allir þessir
gallagripir kosta aukavinnu og eru
auðvitað óhagkvæmir.
Hvað ræður vali þínu á
sæðingarnautum?
Ég held ekki upp á nein ákveðin
naut. Ég nota reynd naut á bestu
kýrnar en óreynd naut á aðrar, en
ég hef ekki nógu góða reynslu af
óreyndum nautum. Ég set á allar
kvígur þannig að ég hef úr nokkru
að moða og sker óspart.
Verða bestu kýrnargamlar?
Já, einstaka kýr endast mjög vel og
þola þetta álag, en ég hef ekki búið
það lengi að geta nefnt hámarks-
aldur. Eg tel það hafið yfir efa að
betra sé að vera nieð góða gripi
sem skila miklum afurðum en vera
með marga gripi sem skila minna,
með öllum þeim fastakostnaði og
fyrirhöfn sem fylgir því.
Það er erfitt fyrir ungt fólk að hefja
búskap. Hvernig gekk ykkur það?
í sjálfu sér gekk það vel. Við
keyptum bústofn og hluta af vélum
af foreldrum mínum. Við tókum
Sigríður Sif, vinkona hennar, með
þá ákvörðun að innrétta húsnæði
sem ekki var notað undir íbúð fyrir
okkur, í kjallara íbúðarhússins á
bænum.
Ég held að almennt í sambandi
við kynslóðaskipti sé mikilvægt að
fólk skipuleggi vel fjárfestingar
sínar, þannig að það hafi vald á
skuldunum.
Ein leið í því sambandi gæti ver-
ið að fólk ætti kost á litlu húsi sem
væri færanlegt og í eigu sveitarfé-
laga á tilteknu svæði. Það væri
hægt að leigja og sett niður þar sem
kynslóðaskipti stæðu fyrir dyrum.
í það flytti svo eldra fólkið eða
yngra eftir því sem hentaði á hverj-
um stað. Með því móti gæti eldri og
yngri kynslóðin stutt hver aðra og
yngra fólkið fengið tíma til að gera
upp við sig hvort það fyndi sig
þarna.
Almennt finnst mér að fjárfest-
ing hjá bændum sé skipulagslítil og
menn full kaupglaðir þegar nýjar
vélar koma á markaðinn.
Engin búgrein er meira bindandi
en kúabúskapur. Hvernig finnst
þér að vera kúabóndi nú á tímum
hvað það varðar?
Það að vera á vakt frá kl 8:00 til
20:00 og bakvakt allan sólarhring-
inn alla daga ársins er álag sem
ekki er hægt að ætlast til af fólki nú
á tímum. Þetta er megin ókostur-
inn við þessa búgrein. Ég tel að
bændaskólarnir ættu að bjóða upp
á valgrein sem héti „Afleysinga-
störf á kúabúum".
Hvort saknar þú meira að komast
ekki í almennilegt nokkurra vikna
frí að sumri eða öðrum tíma árs eða
að vera laus við fjósið, t.d. í tvo
daga, öðru hvoru allt árið?
Það er þannig að við Sigurbjörg
getum leyst hvort annað af dag og
dag og komist burt, að vísu sitt í
hvoru lagi. Hins vegar eigum við
þess ekki kost að fara t.d. til út-
landa í nokkrar vikur. Ég sakna
þess því frekar að komast ekki frá í
nokkrar vikur. Ég tel að Lands-
samband kúabænda eigi að taka
þetta mál fastari tökum. Menn
eiga að líta á það sem sjálfsagðan
hlut að þeir komist í frí, en það
gera kúabændur almennt ekki.
Við nefndum áðurað hérværi
fremur þurrviðrasamt. Viltu lýsa
verðurlagi hér um slóðir?
Ef við miðum við Miðfjörð, þá er
hér lítil úrkoma en úrkomudagar
tiltölulega margir yfir sumarið.
Eitt einkenni á sumarveðrinu hér í
Vestur-Húnavatnssýslu er að vorin
og sumrin eru fremur svöl miðað
við austar á Norðurlandi. Ég tel að
á því sé sú eðlilega skýring að
þegar það myndast hitalægð yfir
landinu þá kemur innlögn af norðri
hér inn Húnaflóann vegna þess að
vindur snýst rangsælis kringum
lægðina. Þá verður hins vegar suð-
læg átt og hlýtt á Norðausturlandi.
Þetta veldur því að hér nást ekki
upp verulega heitir sumardagar og
vorin eru oft svöl. Af þessu leiðir
t.d. að kartöflurækt og skógrækt er
ekki arðvænleg hér um slóðir.
Hins vegar getur verið hér góð
vetrar- og hausttíð og snjóþyngsli
ekki mjög mikil. Þá eru umhleyp-
ingar í tíðarfarinu ekki eins snarpir
og sunnan- og vestanlands. Hér er
heldur ekki mikið um brött fjöll og
sviptivindar að sama skapi fátíðir.
Hér er ágætt að búa með kýr þó
að beitartími sé vissulega styttri en
308 Freyr
8. APRÍL 1990