Freyr - 15.04.1990, Síða 13
H———
Jön á Búrfelli málar í frístundum sínum. (Ljósm. S.G.)
víða annars staðar. Ég hef haft þá
reglu að setja kýr ekki út fyrr en
þær hafa fulla beit sem er oft unr
20. júní. Inn fara þær svo um miðj-
an október.
Hvernig hefur orðið þróun á
búskap hér í hreppi og í nálægum
hreppum?
Pað hafa margar jarðir farið í eyði
á undanförnum árum hér í sveit og
sýslu. Það eru oft bestu jarðir í
miðri sveit sem fara í eyði, rétt eins
og jarðir á jaðri byggðarinnar. Af
inndölum hefur Austurárdalur al-
veg lagst í eyði. Jarðir þar sem
uppbyggingu var lokið áður en
vísitölutrygginga lána var komið á
standa hvað best og ekki sakar þá
að einhverjar tekjur af laxveiði
fylgi með.
Þetta hefur verið fyrst og fremst
sauðfjárræktarhérað og gott sem
slíkt, með mikla afrétti. Naut-
griparækt hefur verið lítil og kúa-
bændum hefur fækkað töluvert að
undanförnu. Ég tel mjög mikilvægt
að hér í sýslu verði blandaður bú-
skapur, það sýnir sig best núna
þegar riðuveiki hefur komið upp
að nauðsynlegt er að búskapurinn
sé blandaður.
Varðandi mjólkurframleiðsluna
þá höfum við ágætt samlag á
Hvammstanga sem er rekið með
hagnaði og framleiðir frægan
brauðost með rauðri vaxskorpu.
Okkur fannst það því alveg út í
hött þegar einhverjir spekingar
sömdu skýrslu um mjólkurbúa-
rekstur og komust að því að hag-
kvæmt væri að leggja niður samlag-
ið á Hvammstanga. Maður trúir
ekki að það verði farið eftir þessu
en svona lagað er neikvætt fyrir
kúabændur hér. Ostaframleiðsla í
lítilli einingu er af hinu góða. Slíkt
er alþekkt erlendis og nú er einmitt
vaxandi áhugi á að framleiðsla bú-
vara tengist ákveðnum fram-
leiðslustað þegar á markað er
komið. Og það er líka hvetjandi
fyrir vöruvöndun.
Sérðu fyrir þér þróuninna. Er
botninum náð í fækkun byggðra
býla?
Það er erfitt að spá þar um. Hér er
mikið sauðfjárræktarhérað og
neysla kindakjöts er minnkandi.
Því miður tel ég að það verði ein-
hver samdráttur áfram. Unga fólk-
ið vill ekki fara út í búskap eins og
áður. Loðdýradraumurinn varð að
martröð en nokkrir ungir bændur
hér fóru út í þá grein.
Ég tel að sauðfjárbændur hér í
sýslu verði að nota eigið hyggjuvit
til að gera eitthvað annað með.
Það þarf að styðja menn til slíkra
hluta. Sýslan er vel í sveit sett, því
að hér um liggur aðal samgöngu-
æðin milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar.
Ég tel það hættulegt fyrir sauð-
fjárbúskapinn að tengjast svona
stíft viðhaldi byggðarinnar. Það
kemur neikvæðum stimpli á afurð-
irnar. Fólki finnst það vera að
borga bændum fyrir að framleiða
vöru sem selst illa og það kemur
slæmri ímynd á greinina.
Það sem tryggir byggðina hér
heilmikið er að það koma hér inn
verulegar laxatekjur. Ef tilgangur-
inn með mjólkur- og sauðfjárkvót-
anum er að auka jöfnuð þá virðist
sanngjarnt að tekið sé tillit til tekna
af hlunnindum þegar kvóta er út-
hlutað. Vatnasvæðið sem miðlar
vatni í árnar og hafið fyrir utan er
sameign þjóðarinnar, þó að árnar
sjálfar séu í einkaeign. Laxatekjur
eru því í mínum augum eins konar
ríkisstyrkur seni örfáir bændur fá í
sinn vasa.
Þú hefursett fram í Frey skoðun
þína á því hvernig bændurstandi
að náttúruvernd. Viltu rifja það
upp?
Ég tel að bændur séu þar á eftir
sinni samtíð og skaði sjálfa sig og
landið með seinagangi. Samtök
bænda eiga t.d. eftir að móta sér
stefnu í þessum málum. Það þarf
að friðlýsa viðkvæm svæði, huga
að urðun úrgangs en ekki henda
honum út í náttúruna, láta endur-
vinna og nýta aftur það sem unnt er
og draga úr ofbeit þar sem um hana
er að ræða. Á hinn bóginn þarf líka
að auka beit á eyðijörðum þar sem
allt er að fara í sinu. Þannig held ég
með betra beitarskipulagi megi
friða strax mestallt hálendið fyrir
beit.
Hálendið þarf líka sums staðar
að friða fyrir ferðamönnum og
forðast þar allar óþarfa fram-
kvæmdir.
Skurðgröftur og vegagerð síð-
ustu ára hér inni á Arnarvatnsheiði
er dæmi um framkvæmd sem ég tel
umhverfisspjöll. Bændur bera,
sem aðaleigendur og umsjónar-
menn að stórum hluta landsins,
8. APRÍL 1990
Freyr 309