Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.1990, Side 17

Freyr - 15.04.1990, Side 17
kastdreifara þar sem fræinu er blandað saman við áburðinn. Til að tryggja góða dreifingu, eru um- ferðir látnar skarast um allt að helming eða dreift er bæði langs og þvers á spilduna. Flestir sem rækta grænfóður- næpu telja að mesta vandamálið við ræktun hennar sé að hún standi sig illa í samkeppni við haug- arfann. Við því hafa menn einkum brugðist með því að rækta hana einungis eitt til tvö sumur í sama landi og bera ekki á búfjáráburð þegar hún er ræktuð. Sverrir Magnússon í Efra-Ási í Hjaltadal hefur þó annan hátt á. Hann hefur komist upp á lag með að rækta næpuna árum saman í sama land- Samanburður á grœnfóðurtegundum. Tilraun á Hólum íHjaltadal um miðjan inu með því eingöngu að plægja 8. áratuginn. Hof í Hjaltadal íbaksýn. það, þegar um fet er niður á klaka en herfa ekki á eftir og sá beint á plægt land og valta yfir. Með því móti kaffærist arfafræið og nær sér ekki á strik. Á tímabili var brugðist við arfa- hættunni með því að sprauta gegn arfanum. Til eru efni sem drepa arfann en hlífa næpunni. Þessi efni eru hins vegar nokkuð dýr í notk- un, auk þess sem sérstök verkfæri, Tryggvi Gunnarsson fóðurfræðingur á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, bróðir Jóns Eiríkssonar á Búr- felli, heldur á tveimur vœnum nœp- um. (Ljósm. Árni Bragason.) Frá sýningardegi á tilraun með grœnfóðurtegundir á Hólum í Hjaltadal um miðjan 8. áratuginn. úðadælur, þarf til að dreifa því. Menn hafa því frekar notað aðrar aðferðir í baráttunni við arfann. Skýring á arfahættunni er m.a. sú að fræmagn á hektara af græn- fóðurnæpu er einungis um 2,0 kg á ha. Frækostnaður er að sama skapi lítill, t.d. miðað við bygg og hafra þar sem sáðmagn er 200 kg á ha. Næpurnar eru lengi að ná sér á strik og það tekur langan tíma uns næpukálið þekur akurinn. í raun lítur þannig út langt fram á sumar að ræktunin sé misheppnuð. Til að bæta úr þessu beitir Jón Eiríksson á Búrfelli í Miðfirði því ráði að sá sumarrepju með næpunum og dregur þá úr fræskammti beggja tegundanna. Fræskammtarnir sem hann notar eru 1,5 kg af næpu og 3,0 kg af sumarrepju á ha. Sumar- repjan er fljótsprottin og veitir næpunni gott skjól. Hins vegar trénar hún fljótt og fóðurgildi hennar rýrnar. Það er þó hagstætt í þessu tilfelli. Alkunna er að búfé sækir í trénaðan gróður ásamt með kraftmiklu fóðri. Það finnur sjálft 8. APRÍL 1990 Freyr 313

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.