Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 19

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 19
Árni G. Pétursson, fyrrv. hlunnindaráðunautur ÆðarbúskapuráVatnscnda 1989 A Melrakkasléttu voraði seint 1989 og mikilfönn lá umhverfis bœjarhús á Vatnsendafram í viku af júní, en búseta hófst þar 17. maí. Heima við á Vatnsenda varð fyrst eggvart 6. júní, og síðasta œðarhreiður fannst þar með vissu 16. júní. Árin 1987 og 1988 var ekkert ungauppeldi á Vatnsenda og ekk- ert skrifað um æðarbúskap þar þau árin. En fylgst var með endur- heimtum, hegðun og varpsetu uppeldisárganga eins og fyrr, og fór fugli fjölgandi með árum. Aligæsin sem um var rætt í grein um æðarbúskap á Vatnsenda 1986, kom aftur með makann 1987 og ’88. Fyrra árið fór hún ekki í varp en var um of heimarík. Árið 1988 verpti hún þremur eggjum við tún- garðinn. Hún kom heim í mat reglulega fyrir varp og í upphafi útungunar, en var lítið um það gefið að ég liti til hennar á hreiðri. Eitt eggið komst ekki til útungunar og ungar skriðu úr eggi daga sem ég var ekki heima við. Hún og maki sáust ekki meira það árið. Um 20. maí 1989 sást gæsin og ntaki heima á Vatnsenda á vappi á holti heima við bæinn. Það leit út fyrir að gæsin hefði misst gleði sína, ég fann ekki hreiður, en tófa gekk um Vatnsenda á þessu vori. Þann 25. maí fannst gæsin á einu eggi úti í Esju, 30. maí var gæsin enn á einu og var að amast við kollum í grennd sinni. Ég ávítaði hana og benti á, að hún ætti að haga sér vel í æðarvarpi. Fimmtu- daginn 8. júní kom hún klagandi heim, ég fór þá út í eyjar til að athuga hvað um væri að vera. Kolla hafði þá lagt undir sig gæsar- hreiðrið, var lögst á, hafði fulldún- að og orpið fimrn eggjum. Gæsin var þá ekki til staðar í eyjum svo að ég lét slag standa og flutti ekki eggið hennar í nýtt hreiður. Ég sá gæsina mína lítið úr því á liðnu vori, en þykir leitt hve henni hefur vegnað lélega með svo glæsilegan maka. Vorið 1989 úrkomusamt. Árin 1987 og '88 voru mjög þurr- viðrasöm um Norðausturland. Þá gat æðarfugl valið sér hreiður- stæði, sem næst hvar sem var, án ótta við raklendi. Vorið 1989 var mjög hátt í vötnum og hreiður frá árinu áður lágu víða undir vatni og raka fram eftir öllu vori. Þessar aðstæður rugluðu mjög uppeldiskollur mínar, sem biðu þess í ofvæni að fyrri varpstöðvar þeirra kæmu undan vatni, ís og fönn. Hversu mikil endurheimta fór úrskeiðis af þessum orsökum. er ekki vitað en 20 hreiður, sem gerð voru á þurru landi 1988, komu aldrei undan vatni á þessu vori. Tvær kollur biðu þess fram undir miðjan júní, að ég gerði hreiður á svölum, þar sem hreiður íbúðarhúsið á Vatnsenda í Presthólahreppi. (Ljósm. tók Á.G.P.) 8. APRÍL 1990 Freyr 315

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.