Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Síða 22

Freyr - 15.04.1990, Síða 22
Gœsarungar á beit á Vatnsenda í ágústlok 1989. þeirra fór þá dag vaxandi, þeir höfðu þá um tíma fengið varp- köggla, andarunga- og seiðafóður. Að sjálfvali vildu þeir helst seiða- fóður. Ungarnir voru hressir og kubbslegir, en náðu ekki jafn mikl- um vaxtarhraða og árin áður á varpkögglum og vaxtarfóðri líf- og holdakjúklinga. Þann 23. júlí var einn ungi með áberandi „periósis", en hafði verið lélegur um skeið. Hann var einn vafrandi heima við á Vatnsenda við og við fram eftir hausti. Þann 1. ágúst voru ungarnir fluttir vatnaleið út í Oddsstaðalón. Að þessu sinni þurfti að reka þá á undan sér á bátnum, því að þeir höfðu ekki vanist á að elta mig á láði og legi eins og fyrri árgangar höfðu gert með eindæmum. Um hádegi næsta dag var einn ungi kominn aftur og öll hjörðin nrætt síðdegis, þeir voru svangir og þreyttir og hvíldu sig í stíu. Ég var undrandi á að þeir skyldu leita til mín strax aftur, þar sem ég hafði allan tímann átt í baráttu um hylli þeirra við kollurnar. En er í harð- bakka sló, sáu þeir að það var öllu betra að treysta á mig en kollurnar. Ungarnir voru fóðraðir heima á Vatnsenda næstu tvo daga, en voru fluttir á bíl út að Oddsstaðalónum 5. ágúst og dvöldu þar úr því. Þeim var gefið fóður á Oddsstöðum reglulega með sjávarbeit til 27. ágúst og fór vel að. Úr því var þeim gefið öðru hvoru óreglulega til 11. september, en þá mættu yfirleitt ekki nema 6-8 í mat. Ungarnir sýndu umkomuleysismerki fyrstu daga eftir að fastri búsetu lauk á Oddsstöðum og er svo að jafnaði að merkja ef skyndileg breyting verður á aðstæðuin. Að þessu sinni voru ungarnir viðkvæmari fyrir allri röskun í daglegri umgengni en áður. Þann 15. ágúst kom ungi nr. 592 heim að Vatnsenda. Hann var ekki óhress, en einrænn og kærði sig ekki um samneyti við heimafólk, en kom í gjöf reglulega. Hann var fluttur aftur til hinna unganna út í Oddsstaðalón 22. ágúst, en var mættur aftur á Vatnsenda 1. sept- ember og lá þá upp við húsvegg, þar sem ungarnir höfðu fengið að sóla sig fyrstu daga uppeldis. Hann mætti úr því í mat flesta daga þar til ég kvaddi staðinn um miðjan sept- ember. Lyndiseinkunn unganna. Að þessu sinni lærði ég ýmislegt varðandi skapgerð og hegðun ung- anna sem mér var þó raunar ljóst frá fyrri árum, en trassaði að taka tillit til að þessu sinni. Ungana verður að temj a á fyrstu dögum, og þeir verða að hafa einn aðila, sem þeir geta treyst í einu og öllu og hlýtt skilyrðislaust. Það verður því að gefa sér tíma til að aga þá og hæna, og dvelja með þeim fyrstu dagana. Úr því er uppeldið vanda- laust. Að þessu sinni komu fleiri aðilar til fyrstu dagana, bæði menn og kollur. Ungarnir fundu því eng- an einn til að treysta á í einu og öllu og vissu því ekki hver ætti að leiða þá í tilverunni. Gæsarungarnir voru ótuktarlegir við þá, og reyndu að stelast í mat æðarunganna og einnig kollurnar, ef ungunum var gefið úti á bersvæði. Það þurfti því að reka óboðna gesti frá matar- trogunum og við það hvekktust æðarungarnir. Áður, þegar æðar- og gæsarung- ar voru teknir samtímis í uppeldi, voru engir sambúðarerfiðleikar. Gæsarungar lærðu þá strax að æð- arungarnir höfðu forgang að fóðri og að gæsir áttu að éta gras. Æðar- ungarnir ráku þá miskunnarlaust gæsarunga og fullorðnar kollur frá matartrogum sínum, en hjúfruðu sig upp að gæsarungum í hvíldar- tímum, og gengust gæsarungar upp við það. Að þessu sinni fengust æðarung- ar aldrei til að hlýða kalli né elta mann. Það þurfti alltaf að reka þá á undan sér, og lengi vel þurfti að sækja þá niður að vatni til matar- gjafar, því að á vatnsbakkanum fengu þeir ekki að éta í friði fyrir kollunum. Ungarnir voru því fyrirhafnar- samir í uppeldi að þessu sinni. Og þar sem þeir höfðu engan einn að treysta á varð hópeðlið allsráð- andi. Geldkollur sóttust mjög eftir fé- lagsskap við ungana og tældu þá á alla lund. Þeir stálust því í ævin- týraleit með kollunum, enda gátu þær verið með þeim á vatni tímum saman, sem mönnum er ekki gefið. Ef uppeldið hefði farið fram við eðlilegar aðstæður á sjávarbakka með sjófang og fjörubeit, er trúlegt að kollurnar hefðu orðið til gagns Frh. á bls. 331. 318 Freyr 8. APRÍL 1990

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.