Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1990, Page 24

Freyr - 15.04.1990, Page 24
Tafla 1. Lækkun í nettótekjum við lengingu á tíma frá burði til fangs um 20 daga, kr. Dagar frá burði til fangs á bilinu: Burðarmónuður 60- 80 81- 100 101- 120 121- 140 141- 160 161- 180 181- 200 201- 220 Janúar 3200 2800 3300 2800 2000 1600 1600 900 Febrúar 3600 2200 2200 2400 1900 1600 1600 2000 Mars 2500 1600 2000 2400 1600 1800 3200 1800 Apríl 2000 1700 2000 2200 2500 33000 2500 1300 Maí 2000 1300 2100 3900 2200 3200 1300 2000 Júní 1700 2000 3600 3100 1500 1700 4400 3500 Júlí 3400 1200 3200 1500 3400 3900 3600 3600 Ágúst 2400 300 1400 4600 3700 3400 4100 3000 September 500 3100 3600 4100 4400 3600 3400 2800 Október 3900 3100 3000 4600 3600 3100 3100 2100 Nóvember 2900 3600 2800 3800 3400 2900 2000 1000 Desember 3600 2800 2900 3900 2800 1800 1600 900 Rciknað er með að 1 sænsk kr. jafngildi 10 ísl. kr. Sjá skýringar á töllunni í texta. ástæða til að vekja sérstaka athygli á því að breytingar á burðartíma geta leitt til þess að kýrnar flytji sig með framleiðslu frá árstíma með hærra verði á mjólk til árstíma með lægra verði eða öfugt. Á þessum grundvelli eru tekjur framleiðsl- unnar reiknaðar en auk mjólkur- innar er einnig tekið tillit til tekna af mismörgum kálfum sem fæðast. Þeir meta einnig kostnað við framleiðsluna eftir árstímum og framleiðslu á hverjum tíma. Að sjálfsögðu er erfitt að bera slíka kostnaðarþætti saman milli landa, auk þess sem nákvæmar upplýsing- ar um þá er ekki að finna í áður- nefndum greinum. Ljóst er samt að samræmi við hérlendar aðstæð- ur er tiltölulega gott. Líklega skap- ast mestur munur af því að í Sví- þjóð er reiknað með mun meiri afurðum eftir hvern grip og kjarn- fóðurnotkun er þar til muna meiri í framleiðslunni en hér gerist. í fljótu bragði er líklegt að slíkt skapi meiri áhrif þar en hægt er að vænta hér á afrakstur framleiðsl- unnar. Tímabilið sem tekið er tillit til við útreikningana er bil á milli tveggja burða hjá kúnni og fram- leiðsla hennar í 305 daga eftir síð- ari burð. í því sambandi er vert að vekja athygli á að í reynd er líklegt að viss fylgni sé þar á ferð á þann hátt að meiri líkur séu til að kýr sem færir burð eitt ár geri það einnig næsta ár heldur en kýr sem heldur tíma. Ef þannig er þá leiðir það til þess að áhrif þessa þáttar eru meiri en útreikningarnir sýna. Mælikvarði sá sem þeir nota í útreikningum sínum er munur á nettótekjum vegna breytinganna miðað við eitt ár. Skýringará töflu 1. í töflu 1 eru sýndar nokkrar niður- stöður úr þessum útreikningum. Tafla 2. Áhrif af tímalengd milli burðar á afurðir. Bili milli Mjólkurskeiðs- Meðal dagsnyt, burða, dagar afurðir, lítrar kg 330 ............................... 3676 11,14 350 ............................... 3783 10,81 380 ............................... 3925 10,33 400 ............................... 4007 10,02 430 ............................... 4111 9,56 450 ............................... 4168 9,26 500 ............................... 4266 8,53 Lítum aðeins á það hvernig lesa má úr töflunni. Tökum dæmi um kú sem ber í febrúar. Pá mundu nettó- tekjur af framleiðslu hennar verða um 2200 krónum minni við 100 daga bil frá burði til fangs en 81 dags. Ef við aftur á móti berum saman kýr sem báru í þessum sama mánuði sem hefðu annars vegar 141 dag og hins vegar 160 daga frá burði til fangs, þá væri munur í afrakstri þeirra um 1900 krónur. Skoðum þvínæst kýr sem bera í ágúst. Þar mundi í fyrra saman- burðinum aðeins muna um 300 krónum á kúnum tveim í afrakstri en í síðari samanburðinum er þessi munur um 3700 krónur. Heildarniðurstaða í útreikning- um þeirra er sú að sem skemmst bil frá burði til fangs skili ætíð mest- um afrakstri. ( Væri ekki svo þá ættu einhverjar af tölunum í töfl- unni að vera mínustölur). Aftur á móti er ljóst að tilfærsía burðar kostar mjög mismikið eftir því á hvaða árstíma hún gerist. Lang mikilvægast er að halda tíma á kúnum sem bera um miðjan vetur. Hjá kúnum sem bera síðla sumars fara áhrifin aftur á móti að verða mest ef tilfærslan verður mikil á þeim tíma sem mjólkurverð er hæst. Eins og að framan segir voru þessir útreikningar gerðir bæði fyr- ir fyrstakálfs kvígur og fullorðnar 320 Freyr 8. APRiL 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.