Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 28

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 28
Norskur dýralæknir um íslenska svínarækt: Grísir vaxa hægar - gyltur endast betur en í Noregi. Undanfarið hafa tveir norskir sér- fræðingar ferðast um milli svína- búa á vegum Svínaræktarfélags íslands til að skoða íslenska svína- stofninn, en það eru þeir Bjarne Trodahl og Tor Blichfeldt. Hinn síðarnefndi er einnig kynbóta- fræðingur og vinnur hjá norska svínaræktarsambandinu að ráð- gjöf, einkum er varðar frjósemi. Á fræðslufundi sem svínarækt- arfélags íslands hélt fyrir svína- bændur og aðra áhugamenn um stöðu íslenskrar svínaræktar 23. mars sl. hélt Tor Blichfeldt fróð- legt erindi um svínarækt almennt, en að hluta til um það hvernig íslensk svínarækt og íslenski svína- stofninn kæmi honum fyrir sjónir. fslensk svín hafa sterka fœtur og gefa afsér gott kjöt en offeitt og grísir vaxa hœgt. Að hans áliti eru kostir stofnsins góð ending, góð frjósemi og kjöt sem er gott á bragðið, en helstu gallar eru of hægur vöxtur grísa og of mikil fita utan á kjöti. Telur Tor Bliechfeld að hvað þessa galla snertir sé íslensk svína- rækt 10 árum á eftir norskri svína- rækt. Hins vegar endist íslenskar gyltur mun betur en norskar. Fram kom á fundinum að sumt af ís- lensku svínakjöti væri jafn gott og danskt og var það haft eftir dönsk- um fagmanni á því sviði. Forystumenn svínaræktarfélags- ins lögðu ríka áherslu á hve skýrsluhald væri mikilvægt í grein- inni og að það þyrfti að auka. J.J.D. dregst sífellt saman. Talið er að meðal neysla á hvern íbúa þessa lands sé um 30-35 kg. á ári. Fyrir 5 árum var meðal neyslan talin vera um 64 kg. á mann. Neyslan hefur dregist saman vegna þess að kart- öflur eru orðnar það dýrar að fólk sparar við sig að kaupa þær.Pá er orðið mjög fjölbreytt framboð á allskonar vörum, sem geta komið í stað kartaflna.Ef miðað er við skil á sjóðagjöldum af garðávöxtum og gróðurhúsaafurðum, hefur neysla ekki aukist á síðari árum, frekar orðið samdráttur á öllum sviðum. Pað er sjálfsagt rétt að einkasala á grænmeti getur ekki staðist, frek- ar en einkasala á soðningu, þrátt fyrir þá staðreynd að frjálsræði í verslun með garðávexti og græn- meti hefur ekki fært framleiðend- um né neytendum nokkra kjarabót eða þá betri vöru. Vonandi eiga framleiðendur eftir að ná saman og stofna eitt gott dreifingarfyrirtæki 324 Freyr eða sameinast um eitt þeirra fyrir- tækja sem til eru í dag. Annars verður staða framleiðenda vonlaus og kartöflurækt dettur upp fyrir hér á landi, nema þá sem tóm- stundaiðja einstakra sérvitra manna. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú, að það virðast allir hafa tapað á frjálsræðinu. Mest hafa bændurnir tapað, þá heildsalarnir. Neytendur hafa ekk- ert grætt, verðið hefur aldrei verið eins hátt og garðávextir hafa ekk- ert batnað. Eg get ekki ímyndað mér að kaupmenn hafi hagnast neitt verulega, vegna þess að þeir sem hafa borgað minnst fyrir kart- öflurnar hafa flestir farið á haus- inn. Eg á von á því að Neytenda- samtökin og DV geti haldið gleði sinni yfir stórsigri og frelsun kartaflnanna. 8. APRÍL 1990 Bændur, húsfreyjur í sveit Vantar ykkur aðstoð; kúasmala, barnapíu o.s.frv. Höfum á skrá börn 11 til 12 ára sem vilja komast í sveit. Hafið samband. Stéttarsamband bænda v/Halldóra Ólafsdóttir. Símar 91-29433 og 91-19200.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.