Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 31

Freyr - 15.04.1990, Blaðsíða 31
gefið inni þar til júgrað hefur hjaðnað verulega, oft í 7-10 daga. Oftast merkjum við lambið og setj- um þau í spil til kindar sem er annað hvort nýlega borin eða að bera. Venjulega kara þær lömbin og taka það að sér þangað til fóst- urmóðir finnst, eru þá jafnvel með 3-4 lömb í spilinu 1-3 sólarhringa ef þörf gerist. Þegar svo kemur einlembd ær sem hefur alla burði til að ganga með tvö lömb, baða ég hennar lamb upp úr volgu vatni, tek síðan tvö gemlingslömb eða gemlingslamb og þrílembing svip- uð að stærð, baða þau upp úr sull- inu og læt kindina hafa þau. Tek síðan hennar lamb og læt í geymslu til einhverrar nýbæru þar til næst kemur einlemb kind sem fær þá lamb sem er svipað og hennar eig- in. Ég tel að það skipti verulegu máli að lömbin séu svipuð að stærð. Þá er minni hætta á að ann- að verði undir í samkeppninni um mjólkina. Auðvitað þurfa ær sem vanið er undir að vera einar í spili í 2-3 sólarhringa og mikilvægt að lömbin komist ekki frá þeim fyrstu klukkutímana. Eftir 2-3 sólar- hringa eru þessar ær settar í stærri spil og meðhöndlaðar alveg á sama hátt og hinar sem ganga með sín eigin lömb. Stundum kemur fyrir að við venjum lömb undir kindur sem eru bornar fyrir nokkrum klukkutímum, því að oftast taka þær óköruðum lömbum vel. Er þá jafnvel hægt að láta þær taka tvö gemlingslömb og geyma síðan hennar lamb handa næstu ein- lembu. Þessar „millifærslur“ ganga oftast mjög vel. Misjafnlega vel gengur að venja undir. Það mun þó vera mjög misjafnt á illi bæja og fjárkynja hvernig geng- ur að færa lömbin svona á milli. A sumum bæjum er það vandamál hve ær passa lömb illa fyrstu dag- ana sem þær eru úti á túni. Ég tel að það sé að miklu leyti hægt að komast hjá þessu vandamáli með þvf að hafa kindurnar 10-20 saman í spili í 1-2 sólarhringa áður en þær fara út á tún. Sé talverðum hóp af lambám hleypt úr einstaklingsspil- um beint út á tún er mun líkiegra að Iömb lendi á flækingi og venjist undan. Það sem mér finnst sjálfum nei- kvæðast í kringum allar þessar til- færslur á lömbum er hvað fjárrækt- arfélagsbókin getur orðið flókin og auðvitað meira verk að færa inn í hana, en allar okkar kindur eru í Fjárræktarfélagi Öxfirðinga. Mér er ekki grunlaust um að hjá tölvuþjónustu B.í. þyki okkar fjárbók strembnari en aðrar í skráningu og kannski er forritið hjá þeim ekki alveg fullhannað gagnvart svona miklum millifærsl- um. í það minnsta mun Matthías hafa frétt af þessu hjá Jóni Viðari Jónmundssyni. Eflaust hefur þetta verið gert víðar á landinu enda tel ég að þetta sé raunhæfur möguleiki til að auka afurðir. ekki síst þar sem frjósemi ánna er í slakara lagi, en lömb verða væn. Vonandi verður þessi pistill ein- hverjum til fróðleiks og jafnvel til gagns. í það minnsta ættueinhverj- ir að geta hlegið að þessari sérvisku og hugsað sem svo að ekki sé öll vitleysan eins. Til sölu tankdreifari, 6500 lítra. Upplýsingar í síma 95-12931. Mjólkurtankur óskast Mig vantar notaðan mjólkur- tank, 900 lítra. Guðmundur Sigurðsson, sími 92-46525, frá kl. 19-20. Fjárhúsristar og svínastíuristar GUNNLAUGUR J. BRIEM Hverfisgötu 4, Pósthólf 1142, 121 Reykjavík. Sími 91-11504. BÆNDUR ATHUGIÐ Námskeið á Hvanneyri Skjólbelti 5.-ó. júní. Verkun votheys í rúlluböggum 6.-8. júní. Nánari upplýsingar og skráning bátttakenda í síma 93-70000. Bœndaskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútœknideild. 8. APRÍL 1990 Freyr 327

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.